Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. júní 2023 13:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future segir verðlaunin sem fyrirtækið hlaut í dag fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins 2023 staðfesta hvað fyrirtækið er að gera í sjálfbærnimálum. Það eru Festa, Stjórnvísir og Viðskiptaráð Íslands sem standa að verðlaununum, en tilnefndar skýrslur eru fyrst metnar af fagráði en síðan dómnefnd. „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. „Marel hefur vaxið mikið á síðustu árum. Vert er að minnast á að virði Marel, án tillits til arðgreiðslna, hefur aukist um 15% að meðaltali á ári síðustu 10 árum. Við stefnum ótrauð á áframhaldandi vöxt á komandi árum og sjálfbærni mun, eftir sem áður, gegna lykilhlutverki í öllu sem við gerum og hvernig við hugsum hlutina til lengri tíma.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sjálfbærniskýrslur og tilgang þeirra. Sjálfbærni og framtíðarsýnin Það eru Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands sem standa að verðlaununum Sjálfbærniskýrsla ársins. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2018 en Marel hefur þó gefið út skýrslur frá árinu 2016. Árni Oddur segir sjálfbærni þó hafa skipt Marel miklu máli mun lengur „Sjálfbærni hefur verið hluti af framtíðarsýn Marel í áratugi og í þessum efnum tók ég við góðu kefli. Enda umbreytti Marel matvælamarkaðinum með hagkvæmri og sjálfbærri matvælavinnslu.“ Í dómnefnd fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins 2023 sátu Reynir Smári Atlason hjá Creditinfo sem er formaður, Stefán Kári Sveinbjörnsson hjá Isavia og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hjá Landsvirkjun. Valið á skýrslu ársins fer þannig fram að fyrst eru tilnefndar skýrslur metnar af fagráði, en það skipa þrír nemendur í Háskóla Reykjavíkur sem lokið hafa námskeiði þar sem áherslan er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingamiðlun. Sjálfur segist Árni Oddur ánægður með margt sem hann telur hafa breyst til batnaðar í íslensku atvinnulífi síðustu áratugi. Í rekstri sé Marel til dæmis að sjá nýtingarhlutfall verða 100% og almennt séu fyrirtæki að huga allt öðruvísi en áður að útblæstri, hugsa betur um náttúruna, gera betur í jafnréttismálum og fleira. Umbreytingar hafi því verið stórkostlegar á mörgum sviðum. Þó þurfi að spýta í lófana til að hraða árangri í sjálfbærnimálum. Þar þurfi forstjóri og stjórn að átta sig á sinni ábyrgð og leiða verkefnið. Í Marel horfum við á markmið um sjálfbærni á sama hátt og við horfum á fjárhagsleg markmið rekstursins. Vissulega eru þessi markmið ákveðið maraþon. Ég nefni sem dæmi að ætlun Marel er að ná net-zero kolefnishlutleysi árið 2040. Í stað þess að horfa svo langt til framtíðar, brjótum við niður markmiðin í þriggja til fimm ára plön, vinnum eftir þeim og sjáum þá stöðugt hvaða árangri við erum að ná og hvar við erum stödd í vegferðinni.“ Í sjálfbærniskýrslu Marel árið 2023 má einmitt sjá framfarirnar sem Marel hefur náð í sjálfbærnimarkmiðum síðustu árin og hvaða væntingar félagið hefur til framtíðar. Þannig segir Árni Oddur skýrslurnar mikilvægan lið í upplýsingagjöf til hluthafa og annarra hagaðila. Þá eru sjálfbærnimarkmið félagsins sem slík hönnuð til að stækka og þróast samhliða þróun fyrirtækisins og sjálfbærniskýrslan góð leið til að sýna í hvaða sókn fyrirtækið er til stöðugra umbóta. Árni Oddur segir að í Marel sé horft á markmið um sjálfbærni á sama hátt og horft er á fjárhagsleg markmið um reksturinn, enda sé leitni á milli sjálfbærni og góðs reksturs. Þá segir Árni Oddur að Marel leggi líka áherslu á að gera kröfur til sinna hagaðila um háleit markmið í sjálfbærnimálum og þannig sé fyrirtækið mikilvægur hlekkur í heildarmyndinni. Hreyfiafl sem hefur áhrif Í Nordic CEOs for a Sustainable Future sitja fulltrúar stærstu fyrirtækja Norðurlandanna. Fulltrúar Íslands eru annars vegar Árni Oddur sem er formaður félagsins og Birna Einarsdóttir frá Íslandsbanka. Markmið Nordic CEOs for a Sustainable Future er að stuðla að því að fyrirtæki á Norðurlöndunum nái forystu í sjálfbærum rekstri, þar sem heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru til hliðsjónar um það hvert skal stefna. Við erum hreyfiafl þegar kemur að markmiðum um sjálfbæran rekstur og samfélag þjóða. Að ná árangri snýst því ekki aðeins um okkar eigin rekstur, heldur hvernig við getum verið afl sem virkjar fleiri til að ná árangri í sjálfbærum rekstri. Við lítum til að mynda á það sem viðskiptatækifæri að viðskiptavinir okkar eru margir hverjir farnir að vinna markvisst að því að minnka kolefnisfótspor sitt . Þannig er starfsemi Marel og okkar lausnir mikilvægur hlekkur í heildarmyndinni.“ Í þessu samhengi nefnir Árni Oddur hvernig Marel stýrir sínum fjárfestingum og rekstri með grænum lánum og skuldbindingum, en gerir um leið kröfur til tengdra aðila um að gera slíkt hið sama. „Annað dæmi er að við erum sjálf með háleit markmið um kolefnishlutleysi og gerum samhliða því kröfu um að okkar hagaðilar minnki sitt kolefnisspor verulega fyrir árið 2030.“ Árni Oddur segir Norðurlandaþjóðirnar í fararbroddi hvað þessi mál varða, þar á meðal Ísland. „Við þurfum samt alltaf að hafa það hugfast hversu mikilvægt það er að vera alltaf að halda áfram að læra, gera betur eða taka okkur á.“ Í alþjóðlegu umhverfi sé einnig einkennandi hversu mikilvæg sjálfbærnimál eru orðin. „Á næstu þremur til fimm árum verður einfaldlega gerð ströng lagaleg krafa á flest fyrirtæki um sjálfbærnimarkmið og skýrslugerð því til staðfestingar á öllum stærstu mörkuðunum í kringum okkur.“ Árni Oddur nefnir að innan Marel sé mikil ástríða meðal starfsfólks er kemur að sjálfbærnimálum. Fólk komi meðal annars þess vegna til starfa hjá félaginu, það heillist af sýninni um sjálfbæra matvælavinnslu. Marel er stöndugt hátæknifélag sem hefur vaxið mikið og skilar hagnaði ár frá ári. Félagið vex með viðskiptavinum og gefur starfsfólki færi á að vaxa og dafna í starfi. Þegar allt kemur til alls er þetta samt svo sem ekkert flóknara en það sem bændur hafa vitað í gegnum aldirnar: Með því að nota minna hráefni til að búa til vöruna, næst meiri hagnaður.“ Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Jafnréttismál Vinnumarkaður Góðu ráðin Stjórnun Marel Tengdar fréttir Sjálfbærniskýrslan 2023: Fyrirtækin farin að rýna betur í sína eigin starfsemi Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur viðurkenninguna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 7. júní 2023 11:00 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
„Marel hefur vaxið mikið á síðustu árum. Vert er að minnast á að virði Marel, án tillits til arðgreiðslna, hefur aukist um 15% að meðaltali á ári síðustu 10 árum. Við stefnum ótrauð á áframhaldandi vöxt á komandi árum og sjálfbærni mun, eftir sem áður, gegna lykilhlutverki í öllu sem við gerum og hvernig við hugsum hlutina til lengri tíma.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sjálfbærniskýrslur og tilgang þeirra. Sjálfbærni og framtíðarsýnin Það eru Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands sem standa að verðlaununum Sjálfbærniskýrsla ársins. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2018 en Marel hefur þó gefið út skýrslur frá árinu 2016. Árni Oddur segir sjálfbærni þó hafa skipt Marel miklu máli mun lengur „Sjálfbærni hefur verið hluti af framtíðarsýn Marel í áratugi og í þessum efnum tók ég við góðu kefli. Enda umbreytti Marel matvælamarkaðinum með hagkvæmri og sjálfbærri matvælavinnslu.“ Í dómnefnd fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins 2023 sátu Reynir Smári Atlason hjá Creditinfo sem er formaður, Stefán Kári Sveinbjörnsson hjá Isavia og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hjá Landsvirkjun. Valið á skýrslu ársins fer þannig fram að fyrst eru tilnefndar skýrslur metnar af fagráði, en það skipa þrír nemendur í Háskóla Reykjavíkur sem lokið hafa námskeiði þar sem áherslan er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingamiðlun. Sjálfur segist Árni Oddur ánægður með margt sem hann telur hafa breyst til batnaðar í íslensku atvinnulífi síðustu áratugi. Í rekstri sé Marel til dæmis að sjá nýtingarhlutfall verða 100% og almennt séu fyrirtæki að huga allt öðruvísi en áður að útblæstri, hugsa betur um náttúruna, gera betur í jafnréttismálum og fleira. Umbreytingar hafi því verið stórkostlegar á mörgum sviðum. Þó þurfi að spýta í lófana til að hraða árangri í sjálfbærnimálum. Þar þurfi forstjóri og stjórn að átta sig á sinni ábyrgð og leiða verkefnið. Í Marel horfum við á markmið um sjálfbærni á sama hátt og við horfum á fjárhagsleg markmið rekstursins. Vissulega eru þessi markmið ákveðið maraþon. Ég nefni sem dæmi að ætlun Marel er að ná net-zero kolefnishlutleysi árið 2040. Í stað þess að horfa svo langt til framtíðar, brjótum við niður markmiðin í þriggja til fimm ára plön, vinnum eftir þeim og sjáum þá stöðugt hvaða árangri við erum að ná og hvar við erum stödd í vegferðinni.“ Í sjálfbærniskýrslu Marel árið 2023 má einmitt sjá framfarirnar sem Marel hefur náð í sjálfbærnimarkmiðum síðustu árin og hvaða væntingar félagið hefur til framtíðar. Þannig segir Árni Oddur skýrslurnar mikilvægan lið í upplýsingagjöf til hluthafa og annarra hagaðila. Þá eru sjálfbærnimarkmið félagsins sem slík hönnuð til að stækka og þróast samhliða þróun fyrirtækisins og sjálfbærniskýrslan góð leið til að sýna í hvaða sókn fyrirtækið er til stöðugra umbóta. Árni Oddur segir að í Marel sé horft á markmið um sjálfbærni á sama hátt og horft er á fjárhagsleg markmið um reksturinn, enda sé leitni á milli sjálfbærni og góðs reksturs. Þá segir Árni Oddur að Marel leggi líka áherslu á að gera kröfur til sinna hagaðila um háleit markmið í sjálfbærnimálum og þannig sé fyrirtækið mikilvægur hlekkur í heildarmyndinni. Hreyfiafl sem hefur áhrif Í Nordic CEOs for a Sustainable Future sitja fulltrúar stærstu fyrirtækja Norðurlandanna. Fulltrúar Íslands eru annars vegar Árni Oddur sem er formaður félagsins og Birna Einarsdóttir frá Íslandsbanka. Markmið Nordic CEOs for a Sustainable Future er að stuðla að því að fyrirtæki á Norðurlöndunum nái forystu í sjálfbærum rekstri, þar sem heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna eru til hliðsjónar um það hvert skal stefna. Við erum hreyfiafl þegar kemur að markmiðum um sjálfbæran rekstur og samfélag þjóða. Að ná árangri snýst því ekki aðeins um okkar eigin rekstur, heldur hvernig við getum verið afl sem virkjar fleiri til að ná árangri í sjálfbærum rekstri. Við lítum til að mynda á það sem viðskiptatækifæri að viðskiptavinir okkar eru margir hverjir farnir að vinna markvisst að því að minnka kolefnisfótspor sitt . Þannig er starfsemi Marel og okkar lausnir mikilvægur hlekkur í heildarmyndinni.“ Í þessu samhengi nefnir Árni Oddur hvernig Marel stýrir sínum fjárfestingum og rekstri með grænum lánum og skuldbindingum, en gerir um leið kröfur til tengdra aðila um að gera slíkt hið sama. „Annað dæmi er að við erum sjálf með háleit markmið um kolefnishlutleysi og gerum samhliða því kröfu um að okkar hagaðilar minnki sitt kolefnisspor verulega fyrir árið 2030.“ Árni Oddur segir Norðurlandaþjóðirnar í fararbroddi hvað þessi mál varða, þar á meðal Ísland. „Við þurfum samt alltaf að hafa það hugfast hversu mikilvægt það er að vera alltaf að halda áfram að læra, gera betur eða taka okkur á.“ Í alþjóðlegu umhverfi sé einnig einkennandi hversu mikilvæg sjálfbærnimál eru orðin. „Á næstu þremur til fimm árum verður einfaldlega gerð ströng lagaleg krafa á flest fyrirtæki um sjálfbærnimarkmið og skýrslugerð því til staðfestingar á öllum stærstu mörkuðunum í kringum okkur.“ Árni Oddur nefnir að innan Marel sé mikil ástríða meðal starfsfólks er kemur að sjálfbærnimálum. Fólk komi meðal annars þess vegna til starfa hjá félaginu, það heillist af sýninni um sjálfbæra matvælavinnslu. Marel er stöndugt hátæknifélag sem hefur vaxið mikið og skilar hagnaði ár frá ári. Félagið vex með viðskiptavinum og gefur starfsfólki færi á að vaxa og dafna í starfi. Þegar allt kemur til alls er þetta samt svo sem ekkert flóknara en það sem bændur hafa vitað í gegnum aldirnar: Með því að nota minna hráefni til að búa til vöruna, næst meiri hagnaður.“
Samfélagsleg ábyrgð Umhverfismál Jafnréttismál Vinnumarkaður Góðu ráðin Stjórnun Marel Tengdar fréttir Sjálfbærniskýrslan 2023: Fyrirtækin farin að rýna betur í sína eigin starfsemi Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur viðurkenninguna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 7. júní 2023 11:00 Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Sjálfbærniskýrslan 2023: Fyrirtækin farin að rýna betur í sína eigin starfsemi Á morgun verður tilkynnt hver hlýtur viðurkenninguna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 7. júní 2023 11:00
Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. 18. nóvember 2022 07:01
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01