Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 14:45 Þorpið Dnipryany, sem er austan megin við Dnipró og í höndum Rússa. AP Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira