Það birtir alltaf til! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2023 15:00 Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun