Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 1-1 | Dramatík í Vesturbænum þar sem gestirnir fengu færin Dagur Lárusson skrifar 10. júní 2023 17:00 Jóhannes Kristinn Bjarnason og Hermann Þór Ragnarsson. Vísir/Anton Brink KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir en Felix Örn Friðriksson jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu eftir að Eyjamenn höfðu brennt af víti og skotið þrívegis í stöngina. Fyrir leik var ÍBV í ellefta sæti með níu stig á meðan KR var í níunda sæti með ellefu stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað því það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós en þau fáu færi sem komu þau komu gesta megin. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það var í seinni hálfleiknum þar sem fór að draga til tíðinda. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink ÍBV byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Besta færið kom eflaust strax á 46.mínútu þegar darraðadans myndaðist í teig KR-inga eftir klaufaskap hjá varnarmönnum og boltinn datt fyrir Sverri Pál sem náði ekki að fóta sig nægilega vel og skot hans fór því yfir markið. Það dró síðan aftur til tíðinda á 60.mínútu en þá virtist Grétar Snær fá boltann í höndina innan teigs og því dæmd vítaspyrna. Sverrir Páll fór á punktinn en lét Simen í marki KR verja frá sér við mikinn fögnuð stuðningsmanna KR. Í kjölfarið gerði Rúnar Kristinsson breytingu á sínu liði en hann tók Kristján Flóka af velli og setti Sigurð Bjart Hallsson inn á en sú skipting átti eftir að skila sér. Sigurður Bjartur (til hægri) var ekki lengi að láta að sér kveða.Vísir/Anton Brink KR-ingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 67.mínútu sem Jóhannes Bjarnason tók og sendi hárnákvæma sendingu inn á teig, beint á kollinn á Sigurði Bjarti sem stangaði boltann í netið og KR-ingar komnir yfir. Ótrúlegt en satt þá virtist leikurinn róast niður eftir þetta mark KR-inga en dramatíkin tók þó við í uppbótartíma því þá fengu gestirnir aftur vítaspyrnu. Í þetta skiptið fór Felix Örn Friðriksson á punktinn og hann skoraði af miklu öryggi framhjá Simen og því voru lokatölur 1-1 á Meistaravöllum. Felix Örn jafnar metin.Vísir/Anton Brink Af hverju skildu liðin jöfn? Það verður að viðurkennast að ÍBV átti sigurinn skilið en gestirnir voru ekki á skotskónum í dag. Hefðu gestirnir einfaldlega nýtt eitthvað af sínum mörgu færum þá hefði þetta verið útisigur og var Rúnar sammála því í viðtali eftir leik. Hvaða leikmenn stóðu upp úr? Simen varði eins og óður maður í markinu og það má segja að hann sé ástæðan fyrir því að KR hafi fengið eitthvað út úr þessum leik. Simen ver fyrri vítaspyrnu Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Hvað fór illa? Sóknarmenn ÍBV hljóta að naga sig í handarbökin eftir þennan leik eftir þau færi sem fóru forgörðum. Hvað gerist næst? Næsti leikur KR er gegn KA næsta laugardag og næsti leikur ÍBV er gegn Val þann sama dag. „Það sáu það allir að við vorum betri“ Hermann vildi stigin þrjú.Vísir/Anton Brink „Það sjá það allir að við vorum mikið betri í þessum leik og fengum öll færin nánast,“ byrjaði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að segja í viðtali eftir leik. „Við fengum held ég 5-6 stöður einn gegn markmanni í þessum leik sem við náum ekki að klára og því verður að segjast að við fengum öll færin, baráttan var auðvitað mikil úti á vellinum en það sáu það allir að við fengum færin og á öðrum degi hefðum við verið búnir að ganga frá þessum leik,“ hélt Hermann áfram að segja. Hermann sagðist vera stoltur af sínu liði. „Ég er bara hrikalega ánægður með mína menn, svona er þetta bara, stundum skorar maður og stundum ekki. Framlagið frá þeim var frábært, við unnum allar baráttur, þá bæði hvað varðar stöðubaráttur og annan boltann og við sinntum þessari svokölluðu skíta vinnu og þess vegna verð ég að segja að ég er ekkert annað en stoltur af mínu liði, þetta bara datt ekki í dag,“ endaði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. Besta deild karla KR ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn
KR og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í 10. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Sigurður Bjartur Hallsson kom KR yfir en Felix Örn Friðriksson jafnaði metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu eftir að Eyjamenn höfðu brennt af víti og skotið þrívegis í stöngina. Fyrir leik var ÍBV í ellefta sæti með níu stig á meðan KR var í níunda sæti með ellefu stig. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað því það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós en þau fáu færi sem komu þau komu gesta megin. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það var í seinni hálfleiknum þar sem fór að draga til tíðinda. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink ÍBV byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Besta færið kom eflaust strax á 46.mínútu þegar darraðadans myndaðist í teig KR-inga eftir klaufaskap hjá varnarmönnum og boltinn datt fyrir Sverri Pál sem náði ekki að fóta sig nægilega vel og skot hans fór því yfir markið. Það dró síðan aftur til tíðinda á 60.mínútu en þá virtist Grétar Snær fá boltann í höndina innan teigs og því dæmd vítaspyrna. Sverrir Páll fór á punktinn en lét Simen í marki KR verja frá sér við mikinn fögnuð stuðningsmanna KR. Í kjölfarið gerði Rúnar Kristinsson breytingu á sínu liði en hann tók Kristján Flóka af velli og setti Sigurð Bjart Hallsson inn á en sú skipting átti eftir að skila sér. Sigurður Bjartur (til hægri) var ekki lengi að láta að sér kveða.Vísir/Anton Brink KR-ingar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 67.mínútu sem Jóhannes Bjarnason tók og sendi hárnákvæma sendingu inn á teig, beint á kollinn á Sigurði Bjarti sem stangaði boltann í netið og KR-ingar komnir yfir. Ótrúlegt en satt þá virtist leikurinn róast niður eftir þetta mark KR-inga en dramatíkin tók þó við í uppbótartíma því þá fengu gestirnir aftur vítaspyrnu. Í þetta skiptið fór Felix Örn Friðriksson á punktinn og hann skoraði af miklu öryggi framhjá Simen og því voru lokatölur 1-1 á Meistaravöllum. Felix Örn jafnar metin.Vísir/Anton Brink Af hverju skildu liðin jöfn? Það verður að viðurkennast að ÍBV átti sigurinn skilið en gestirnir voru ekki á skotskónum í dag. Hefðu gestirnir einfaldlega nýtt eitthvað af sínum mörgu færum þá hefði þetta verið útisigur og var Rúnar sammála því í viðtali eftir leik. Hvaða leikmenn stóðu upp úr? Simen varði eins og óður maður í markinu og það má segja að hann sé ástæðan fyrir því að KR hafi fengið eitthvað út úr þessum leik. Simen ver fyrri vítaspyrnu Eyjamanna.Vísir/Anton Brink Hvað fór illa? Sóknarmenn ÍBV hljóta að naga sig í handarbökin eftir þennan leik eftir þau færi sem fóru forgörðum. Hvað gerist næst? Næsti leikur KR er gegn KA næsta laugardag og næsti leikur ÍBV er gegn Val þann sama dag. „Það sáu það allir að við vorum betri“ Hermann vildi stigin þrjú.Vísir/Anton Brink „Það sjá það allir að við vorum mikið betri í þessum leik og fengum öll færin nánast,“ byrjaði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að segja í viðtali eftir leik. „Við fengum held ég 5-6 stöður einn gegn markmanni í þessum leik sem við náum ekki að klára og því verður að segjast að við fengum öll færin, baráttan var auðvitað mikil úti á vellinum en það sáu það allir að við fengum færin og á öðrum degi hefðum við verið búnir að ganga frá þessum leik,“ hélt Hermann áfram að segja. Hermann sagðist vera stoltur af sínu liði. „Ég er bara hrikalega ánægður með mína menn, svona er þetta bara, stundum skorar maður og stundum ekki. Framlagið frá þeim var frábært, við unnum allar baráttur, þá bæði hvað varðar stöðubaráttur og annan boltann og við sinntum þessari svokölluðu skíta vinnu og þess vegna verð ég að segja að ég er ekkert annað en stoltur af mínu liði, þetta bara datt ekki í dag,“ endaði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti