Umfjöllun: FH - Breiðablik 2-2 | Fjörugum leik í Kaplakrika lyktaði með jafntefli Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júní 2023 16:58 VÍSIR/HULDA MARGRÉT FH og Breiðablik skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Blikar eru eftir þennan leik í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og eru fjórum stigum á eftir toppliðinu, Víkingi. FH er svo í því fjórða með 18 stig en Valur er sæti ofar með 23 stig. Liðin höfðu skipst á að eiga sóknarlotur fyrsta stundarfjórðunginn þegar gestirnir voru skyndilega komnir 2-0 yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Stefán Ingi Sigurðarson kom Blikum yfir eftir og Viktor Karl Einarsson tvöfaldaði forystu Breiðabliks. Stefán Ingi hefur nú skorað átta mörk í deildinni í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar. Bæði mörk Kópavogsliðsins komu eftir sendingu frá Klæmint Olsen en undirbúningur færeyska landsliðsframherjans í marki Viktors Karls var ansi góður. Klæmint battaði þá Viktor Karl í gegn og kantmaðurinn kláraði færið af stakri prýði. FH-ingar lögðu ekki árar í bát og eftir nokkurn sóknarþunga minnkaði Davíð Snær Jóhannsson muninn með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Vuk Oskar Dimitrijevic. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og Davíð Snær jafnaði metin með öðru marki sínu í leiknum eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Bæði lið sóttu til sigurs en Kjartan Henry Finnbogason komst nálægt því að tryggja FH sigurinn eftir að hann kom inná sem varamaður. Þá áttu Blikar þó nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem framherjar liðsins náðu ekki að færa sér í nyt. Gísli Eyjólfsson var svo aðgangsharður upp við mark FH í nokkur skipti. Allt kom hins vegar fyrir ekki og sigurmarkið lét á sér standa. Lokatölur 2-2 í afar skemmtilegum og opnum leik þar sem bæði lið eiga hrós skilið fyrir sóknarþenkjandi spilamennsku sína. Lærisveinar Heimirs Guðjónssonar sýndu mikinnn karakter í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Heimir: Mér fannst við eiga sigurinn skilinn „Mér fannst við spila virkilega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég er svekktur að ná ekki að vinna leikinn þar sem það voru forsendur að mínu mati til þess að næla í stigin þrjú. Að mínu mati var það ekki sanngjörn niðurstaða og við vorum klaufar að nýta ekki færin,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Við vorum nær þeim í varnarleiknum í seinni hálfleiknum og náðum að flytja boltann hraðar á milli vængjanna. Af þeim sökum sköpuðum við fullt af færum til þess að skora fleiri mörk. Ég er hins vegar ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og það sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Heimir enn fremur. „Það hallaði að mínu viti á okkur í dómgæslunni í þessum leik. Það var lítið brot í markinu sem dæmt var af okkur og Alex Freyr var stálheppinn að fá ekki annað gult spjald og þar með rautt. Ég sá ekki nógu vel atvikið þar sem kallað var eftir rauðu spjaldi á Kjartan Henry þar sem ég sé illa langt frá mér,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Óskar Hrafn: Sáttur við að fá eitt stig „Ég er sáttur við að fá eitt stig úr þessum leik. Við ströggluðum með löngu boltana hjá þeim í seinni hálfleik og vorum óöruggir í varnarleiknum. Við erum búnir að spila þrjá grasleiki í sumar og uppskeran kannski alveg nógu góð á því undirlagi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst við aðeins fara út í þeirri upplegg, það er að spila löngum boltum og vinna seinni boltann þegar leið á leikinn og það hentar okkur ekkert sérstaklega vel. Við höfum gert þrjú jafntefli í síðustu þremur leikjum og það að vera með 24 stig eftir 12 leiki er bara vel viðunandi að mínum dómi,“ sagði Óskar Hrafn. „Nú fá þeir leikmenn sem eru ekki að fara í landsliðsverkefni nokkra daga til þess að safna kröftum og það er kærkomið. Við erum svolítið laskaðir fram á við þessa stundina og vonandi náum við að endurheimta einhverja leikmenn af fullum krafti þegar landsleikjahlénu lýkur,“ sagði hann. Óskar Hrafn Þorvaldsson var sáttur með stigið sem hann fór með frá Kaplakrika.Vísir/Anton Brink Af hverju skildu liðin jöfn? Þessi leikur var endanna á milli frá upphafi til enda og liðin skiptust á að sækja. Áður en Blikar náðu tveggja marka forystu höfðu heimamenn verið síst lakari aðilinn í leiknum. Liðin fengu svo bæði fín færi til þess að stela stigum en jafntelfi var sanngjörn niðurstaða þegar allt kemur til alls. Hverjir sköruðu fram úr? Logi Hrafn Róbertsson var öflugur inni á miðsvæðinu hjá og yfirvegaður á boltanum að vanda. Ástbjörn Þórðarson var vandanum ávallt vaxinn í hægri bakverðinum og Kjartan Kári Halldórsson var kraftmikill á kantinum. Úlfur Ágúst Björnsson var flottur í fremstu víglínu hjá FH og Kjartan Henry átti svo góða innkomu eins og áður segir. Klæmint Olsen gerði vel þegar hann lagði upp mark Viktors Karls og Stefán Ingi var síógnandi. Ágúst Eðvald Hlynsso átti nokkra góða spretti eftir að hann kom inná í hálfleik og Anton Ari Einarsson var góður í markinu hjá Blikum. Hvað gekk illa? Þessi leikur var hin besta skemmtun og það eina sem vantaði til þess að bæta dramatík við uppskriftina var sigurmark. Bæði lið reyndu en náðu ekki að finna netmöskvana hjá andstæðingnum. Annað neikvætt er erfitt að finna við þessa viðureign. Hvað gerist næst? FH fær Fram í heimsókn í Kaplakrika á föstudaginn í næstu viku en á sama tíma etur Breiðablik kappi við nágranna sína, HK, í Kórnum. Besta deild karla FH Breiðablik
FH og Breiðablik skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Blikar eru eftir þennan leik í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig og eru fjórum stigum á eftir toppliðinu, Víkingi. FH er svo í því fjórða með 18 stig en Valur er sæti ofar með 23 stig. Liðin höfðu skipst á að eiga sóknarlotur fyrsta stundarfjórðunginn þegar gestirnir voru skyndilega komnir 2-0 yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Stefán Ingi Sigurðarson kom Blikum yfir eftir og Viktor Karl Einarsson tvöfaldaði forystu Breiðabliks. Stefán Ingi hefur nú skorað átta mörk í deildinni í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar. Bæði mörk Kópavogsliðsins komu eftir sendingu frá Klæmint Olsen en undirbúningur færeyska landsliðsframherjans í marki Viktors Karls var ansi góður. Klæmint battaði þá Viktor Karl í gegn og kantmaðurinn kláraði færið af stakri prýði. FH-ingar lögðu ekki árar í bát og eftir nokkurn sóknarþunga minnkaði Davíð Snær Jóhannsson muninn með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Vuk Oskar Dimitrijevic. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti og Davíð Snær jafnaði metin með öðru marki sínu í leiknum eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Bæði lið sóttu til sigurs en Kjartan Henry Finnbogason komst nálægt því að tryggja FH sigurinn eftir að hann kom inná sem varamaður. Þá áttu Blikar þó nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem framherjar liðsins náðu ekki að færa sér í nyt. Gísli Eyjólfsson var svo aðgangsharður upp við mark FH í nokkur skipti. Allt kom hins vegar fyrir ekki og sigurmarkið lét á sér standa. Lokatölur 2-2 í afar skemmtilegum og opnum leik þar sem bæði lið eiga hrós skilið fyrir sóknarþenkjandi spilamennsku sína. Lærisveinar Heimirs Guðjónssonar sýndu mikinnn karakter í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Heimir: Mér fannst við eiga sigurinn skilinn „Mér fannst við spila virkilega vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég er svekktur að ná ekki að vinna leikinn þar sem það voru forsendur að mínu mati til þess að næla í stigin þrjú. Að mínu mati var það ekki sanngjörn niðurstaða og við vorum klaufar að nýta ekki færin,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „Við vorum nær þeim í varnarleiknum í seinni hálfleiknum og náðum að flytja boltann hraðar á milli vængjanna. Af þeim sökum sköpuðum við fullt af færum til þess að skora fleiri mörk. Ég er hins vegar ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka gegn ríkjandi Íslandsmeisturum og það sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Heimir enn fremur. „Það hallaði að mínu viti á okkur í dómgæslunni í þessum leik. Það var lítið brot í markinu sem dæmt var af okkur og Alex Freyr var stálheppinn að fá ekki annað gult spjald og þar með rautt. Ég sá ekki nógu vel atvikið þar sem kallað var eftir rauðu spjaldi á Kjartan Henry þar sem ég sé illa langt frá mér,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Óskar Hrafn: Sáttur við að fá eitt stig „Ég er sáttur við að fá eitt stig úr þessum leik. Við ströggluðum með löngu boltana hjá þeim í seinni hálfleik og vorum óöruggir í varnarleiknum. Við erum búnir að spila þrjá grasleiki í sumar og uppskeran kannski alveg nógu góð á því undirlagi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst við aðeins fara út í þeirri upplegg, það er að spila löngum boltum og vinna seinni boltann þegar leið á leikinn og það hentar okkur ekkert sérstaklega vel. Við höfum gert þrjú jafntefli í síðustu þremur leikjum og það að vera með 24 stig eftir 12 leiki er bara vel viðunandi að mínum dómi,“ sagði Óskar Hrafn. „Nú fá þeir leikmenn sem eru ekki að fara í landsliðsverkefni nokkra daga til þess að safna kröftum og það er kærkomið. Við erum svolítið laskaðir fram á við þessa stundina og vonandi náum við að endurheimta einhverja leikmenn af fullum krafti þegar landsleikjahlénu lýkur,“ sagði hann. Óskar Hrafn Þorvaldsson var sáttur með stigið sem hann fór með frá Kaplakrika.Vísir/Anton Brink Af hverju skildu liðin jöfn? Þessi leikur var endanna á milli frá upphafi til enda og liðin skiptust á að sækja. Áður en Blikar náðu tveggja marka forystu höfðu heimamenn verið síst lakari aðilinn í leiknum. Liðin fengu svo bæði fín færi til þess að stela stigum en jafntelfi var sanngjörn niðurstaða þegar allt kemur til alls. Hverjir sköruðu fram úr? Logi Hrafn Róbertsson var öflugur inni á miðsvæðinu hjá og yfirvegaður á boltanum að vanda. Ástbjörn Þórðarson var vandanum ávallt vaxinn í hægri bakverðinum og Kjartan Kári Halldórsson var kraftmikill á kantinum. Úlfur Ágúst Björnsson var flottur í fremstu víglínu hjá FH og Kjartan Henry átti svo góða innkomu eins og áður segir. Klæmint Olsen gerði vel þegar hann lagði upp mark Viktors Karls og Stefán Ingi var síógnandi. Ágúst Eðvald Hlynsso átti nokkra góða spretti eftir að hann kom inná í hálfleik og Anton Ari Einarsson var góður í markinu hjá Blikum. Hvað gekk illa? Þessi leikur var hin besta skemmtun og það eina sem vantaði til þess að bæta dramatík við uppskriftina var sigurmark. Bæði lið reyndu en náðu ekki að finna netmöskvana hjá andstæðingnum. Annað neikvætt er erfitt að finna við þessa viðureign. Hvað gerist næst? FH fær Fram í heimsókn í Kaplakrika á föstudaginn í næstu viku en á sama tíma etur Breiðablik kappi við nágranna sína, HK, í Kórnum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti