Í vor lagði hún skóna á hilluna eftir langan og glæsilegan feril sem spannaði 28 ár. Þegar uppi er staðið er Hanna leikja- og markahæst í sögu Íslandsmótsins.
Á þessum tuttugu árum spilaði hún 142 landsleiki sem gerir hana að þriðju leikjahæstu landsliðskonu í sögunni. Hún er einnig næstmarkahæst með 458 mörk.
Hanna fór með Íslandi á öll þrjú stórmótin sem kvennalandsliðið hefur komist á. Það er EM 2010 og 2012 og HM 2022.
Með félagsliðum sínum varð hún fimm sinnum Íslandsmeistari, fimm sinnum bikarmeistari og fimm sinnum markahæst. Hún lék með Haukum og Stjörnunni á Íslandi en fór tímabilið 2003 til 2004 til Danmerkur er hún lék með Team Tvis Holstebro.