„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 12:57 Birnir hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. vísir/Hulda margrét „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. „Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
„Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira