Á annað þúsund kynferðisglæpamanna hefur fengið dóma sína mildaða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. júní 2023 15:45 Irene Montero, jafnréttismálaráðherra Spánar. Hæstiréttur hefur staðfest að lög sem hún fékk samþykkt í október og áttu að auka öryggi fórnarlamba kynferðisofbeldis og stuðla að þyngri dómum hafa haft þveröfug áhrif. Flest bendir til þess að dagar hennar í stjórnmálum séu senn taldir og sameinað framboð vinstri flokka vestan við Sósíaldemókrata hefur aftekið að hún verði í framboði við þingkosningarnar sem fram fara 23. júlí nk. A. Perez Meca/Getty Images 1.120 kynferðisglæpamenn á Spáni hafa fengið refsingu sína mildaða og 114 kynferðisglæpamönnum hefur sleppt áður en þeir luku afplánun vegna mistaka í nýrri lagasetningu sem var ætlað að auka öryggi og réttarstöðu fórnarlamba kynferðisofbeldis. Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum. Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Meinsemd í spænsku samfélagi Kynferðisofbeldi er mikil meinsemd í spænsku samfélagi og samsteypustjórn vinstri flokkanna sór þess eið að bæta stöðu og öryggi fórnarlamba þegar hún tók við völdum fyrir tæpum fjórum árum. Lög sem kallast í daglegu tali „Sólo sí es sí“, „Einungis já merkir já“ tóku loks gildi í byrjun október á síðasta ári. Þar voru, í grófum dráttum, sameinuð tvenn lög þar sem greinarmunur var gerður á, annars vegar kynferðislegu ofbeldi og hins vegar kynferðislegu áreiti. Nýju lögin eru hrákasmíð Fljótlega sýndi sig að þessi lög voru hrein og klár hrákasmíð. Fregnir fóru að berast af því að dómarar um allan Spán væru farnir að sleppa kynferðisglæpamönnum út í samfélagið áður en þeir höfðu lokið afplánun og fjöldi dæmdra kynferðisglæpamanna fékk refsingu sína mildaða. Í ljós kom að við sameiningu refsiramma lækkaði refsiramminn fyrir sum brot og lög á Spáni kveða á um að menn skuli alltaf njóta lægstu refsingar sé lögum breytt. Enginn hafði varað við því að þetta yrðu afleiðingar lagabreytingarinnar, og hinn róttæki kvenréttindaflokkur Podemos, sem situr í stjórn með sósíalistum og fer með ráðuneyti jafnréttismála, sakaði dómara landsins um karlrembu. Ekkert gert í 4 mánuði Ekkert var gert í 4 mánuði til að laga þennan galla á lögunum og það var ekki fyrr en í apríl að sósíalistar í samstarfi við erkióvin sinn, hægriflokkinn Lýðflokkinn, gerðu betrumbætur á lögunum. Podemos harðneitaði að taka þátt og hélt fast við sinn keip að hér væri bara karlremba á ferðinni. Nú hefur Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að öll dómaframkvæmd hafi verið í stakasta lagi og í samræmi við lög. Á þessum tíma hefur 114 kynferðisglæpamönnum verið sleppt áður en upprunalegur refsitími þeirra var liðinn og 1.120 dómar hafa verið mildaðir. Þungur áfellisdómur yfir stjórnvöldum Málið þykir gríðarlegt reiðarslag fyrir vinstri stjórnina á Spáni rétt rúmum mánuði fyrir kosningar. Ekki síst fyrir litlu flokksbrotin á vinstri væng spænskra stjórnmála sem eru að reyna bjóða sameinað fram í þingkosningunum. En það er eins og vís kona sagði eitt sinn, eins og að reyna að smala villiköttum.
Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira