Segir borgina brjóta lög með verklagi sínu sem snerti á annað hundrað manns Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. júní 2023 21:00 Flóki Ásgeirsson lögmaður segir borgina brjóta lög í tengslum við biðlista um sértæk húsnæðisúrræði. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg brýtur lög með verklagi sínu í kringum biðlista einstaklinga eftir sértækum húsnæðisúrræðum að sögn lögmanns Landssamtakanna Þroskahjálp. Á annað hundrað manns eru á biðlista og enginn veit hvenær röðin kemur að honum. Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Bæturnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Faðir einhverfs ungs manns sem beðið hefur á biðlista í um fimm ár sagði verklagi með öllu óskiljanlegt og að erfitt væri að skipuleggja framtíðina. Hafa ekki breytt verklaginu Lögmaður Þroskahjálpar kallaði eftir svörum frá borginni í mars síðastliðnum. „Staðan eins og hún er í dag er sú að þessi svör hafa ekki ennþá fengist þá virðist hvorki hafa verið gerðar þær nauðsynlegu breytingar á verklaginu við biðlistina sem leiða af niðurstöðu dómsins og síðan virðist ekkert hafa verið gert í því að gera upp gagnvart öðrum einstaklingum en þeim sem átti aðild að þessu dómsmáli,“ segir Flóki Ásgeirsson lögmaður. Niðurstaða héraðsdóms hafi verið skýr. „Það var ekki nægjanlegt eins og sveitarfélögin framkvæmdu þetta og Reykjavíkurborg í þessu tilviki að vera eingöngu með í raun og veru svona safn af þeim sem voru á biðlista án þess að raða þeim innbyrðis og án þess að það lægi þá fyrir fyrir hvern og einn einstakling hvar hann stæði í röðinni og hvenær hann gæti svona vænst þess að biðinni lyki,“ segir Flóki. Bíða svara frá borginni Verklagið sé enn viðhaft hjá borginni og fyrir utan þennan eina einstakling sem fór í mál við borgina á þessum tíma þá hafi aðrir einstaklingar ekki fengið neina leiðréttingu og engar bætur. Að sögn Flóka hefur Þoskahjálp fengið þær upplýsingar frá borginni að málið snúi að á annað hundrað einstaklinga, það eigi þó aðeins við um þá sem búi í Reykjavík. Við þá tölu bætist svo við einstaklingar í sömu stöðu um land allt. Þroskahjálp bíður nú svara frá borginni um það hvort borgin ætli sé að leiðbeina þeim einstaklingum sem eru í þessari stöðu og gefa þeim tækifæri til að leita réttar síns.„Eða þá ef borgin hyggst ekki gera það að hún upplýsi þá Þroskahjálp um hvaða einstaklingar þetta eru þannig að Þroskahjálp geti þá haft milligöngu um að koma þessum upplýsingum á framfæri.“ Reykjavíkurborg hefur lýst því yfir að hún muni svara einhverju 1. júlí næstkomandi í samskiptum sínum við Þroskahjálp en hvað það verður, liggur ekki fyrir.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Tengdar fréttir „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00 Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. 3. janúar 2022 19:00
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. 16. júní 2021 15:43