„Eitt lið á vellinum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:15 Arnar var sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. „Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira