„Eitt lið á vellinum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. júní 2023 20:15 Arnar var sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. „Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Í dag sýndum við okkar allra bestu hliðar. Mér fannst að vísu fyrsta korterið þá voru HK-menn ansi hættulegir og fengu tvö til þrjú fín færi sem hefðu getað breytt leiknum. Sem betur fer fyrir okkur skoruðu þeir ekki og eftir það fannst mér vera eitt lið á vellinum,“ sagði Arnar. Nú er komið landsleikjafrí og því engin möguleiki fyrir Val að hamra heitt járnið. Aðspurður hvort ekki sé svekkjandi að fara inn í tveggja vikna frí eftir leik sem þennan svaraði Arnar því neitandi. „Nei, ég ætla ekki að segja það. Ef þú myndir tala við alla þjálfarana núna, það er komin mikil þreyta í leikmenn og búið að vera mikið álag þannig að ég held að lið sem eru enn í bikar sem við sluppum við í síðasta leik en hefðum viljað vera í þá eru lið búin að spila einum leik en við sum hver. Við erum búnir að spila helling af leikjum á stuttum tíma þannig að þetta er kærkomið. Auðvitað tala menn um að það sé gott að fylgja eftir þegar þú ert að spila vel en það er kærkomið að fá smá frí. Núna getum við farið að æfa smá saman og svo byrjar þetta upp á nýtt,“ sagði Arnar. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í leiknum í dag eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar er ánægður með endurkomu Danans og segir fleiri leikmenn vera á leiðinni. „Það vita allir hvað Patrick er góður í fótbolta og ekki bara það að hann skorar mörk þá er hann frábær batti, þannig að fá hann í viðbót við það sem við erum með fyrir er náttúrulega alveg frábært. Við vorum búnir að tala um það að með tímanum þá myndum við styrkjast og það eru að koma menn.“ „Við gætum verið að fá einn gæja sem er að koma heim, hann Kristófer Jónsson. Við vitum ekki hvort það komi tilboð eða ekki. Maður vonar fyrir hans hönd að það komi tilboð en ef ekki þá erum við að fá alvöru leikmann í glugganum sem er bara mjög jákvætt,“ sagði Arnar en Kristófer hefur verið í láni frá Val hjá ítalska liðinu Venezia. Nú er hefðbundna deildarkeppnin hálfnuð og Valur með 26 stig í toppbaráttu. Arnar hefur skýr markmið fyrir framhaldið. „Það er alveg klárt, þú ert í Val og það er bara eitt markmið og það er að reyna að vinna báðar keppnir. Við erum dottnir út úr bikarnum og við erum tveimur stigum á eftir Víkingi núna og þeir með leik til góða. Eina sem við getum gert er að taka einn leik í einu. Það er klisja en það er bara þannig. Vonandi getum við átt svona frammistöðu í flestum leikjum og ef það er þá munum við taka ansi mörg stig og aðal atriðið er að vera með ansi mikið af stigum í lok móts og vonandi höldum við þessum formi og bætt við okkur. Þá getur maður verið þokkalega bjartsýnn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira