Aukið afhendingaröryggi og ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar 12. júní 2023 13:30 Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun