Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 10:35 Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Landsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar.
Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55