Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 19:08 Jakob Örn Sigurðarson er nýráðinn þjálfari KR í körfubolta. KR Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“ KR Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jakob hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari KR og þjálfað yngri flokka félagsins. Þekking hans á ungum leikmönnum félagsins er mikil. Það ætti að hjálpa til við að koma liðinu upp í Subway-deildina á ný. Jakob er uppalinn KR-ingur og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu um aldamótin og aftur níu árum síðar. Á ferli sínum erlendis spilaði Jakob sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, á Spáni og í Ungverjalandi. Eftir atvinnumannaferilinn spilaði Jakob með KR í tvö tímabil en lagði skóna á hilluna 2019. „Ég er ótrúlega spenntur og stoltur að fá tækifæri til að taka þátt í því að koma KR aftur á toppinn. Bæði með því að taka við meistaraflokki og vinna með flottum hóp sem við erum að setja saman en ekki síður að byggja upp yngri flokka starfið okkar til að skapa félagsmenn og leikmenn framtíðarinnar,“ segir Jakob á KR.is “Mjög mikilvægt hefur verið að fá aftur í meistaraflokkinn uppalda KR-inga, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. Mér finnst við vera með flottan og breiðan hóp þar sem aldur, hæfileikar og metnaður í að sanna sig passi vel saman,“ segir Jakob. Adama Darboe er nýráðin spilandi aðstoðarþjálfariKR Adama Darboe spilaði með KR tímabilið 2021-2022 og var framlagshæstur allra í liðinu. Hann var með 17 stig og gaf tæpar sjö stoðsendingar. “Það er frábært að fá Adama aftur til okkar. Þar er toppkarakter með mikla reynslu sem á eftir að hjálpa okkar ungu strákum mikið með gæðum inni á vellinum sem leiðtogi og leikmaður. Frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu stráka,” segir Jakob um aðstoðarmann sinn. Darboe hrósaði Jakobi sömuleiðis og segist ekki geta beðið eftir að tímabilið hefjist. Hann segir Jakob mikinn fagmann og segist spenntur að vinna með honum innan sem utan vallar. “Ég er ótrúlega ánægður að ganga aftur til liðs við KR. Vonandi get ég hjálpað KR að komast aftur í efstu deild og aftur í þá stöðu sem þeir eiga að vera í íslenskum körfuknattleik. Það er frábært fólk hér í félaginu sem setur hjarta og sál í starfið, ástríðan og metnaðurinn hér hrífur mig.“
KR Subway-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum