Brim semur um 33 milljarða lán Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 12:17 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“ Brim Sjávarútvegur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira