Segir ummæli borgarstjóra villandi og ámælisverð Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. júní 2023 14:00 Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, gagnrýnir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur. Stöð 2/Bjarni Framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp segir ummæli borgarstjóra um að Reykjavíkurborg vilji frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur vera ámælisverð. Það sé löngu tímabært að ríki og sveitarfélög komi sér saman um hvernig kosta eigi þjónustu við fatlað fólk. Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Greint var frá því um helgina að Landssamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Samtökin segja borgina brjóta með verklagi sínu á annað hundrað manns. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina frekar vilja nýta fjármuni í þjónustu við fatlað fólk frekar en bætur. Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir ámælisvert af borgarstjóra að blanda þessu saman. Fatlað fólk eigi lögbundinn rétt til húsnæðis og búið sé að brjóta á þeim rétti. „Þessir einstaklingar eiga ekkert að þurfa að taka þann rétt sinn. Það eru ríki og sveitarfélög sem lögum samkvæmt eiga að greiða þetta eins og aðra þjónustu. Þannig að þessi framsetning er mjög ámælisverð og hún er villandi og hún er engan vegin samboðin borgarstjóra finnst okkur,“ segir Árni Múli. Dagur sagði borgina jafnframt í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks. Milljarða vanti í málaflokkinn og að ríkið dragi lappirnar í málinu í sífellu. „Við getum alveg tekið undir það, það er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög leiði til lykta þessa eilífu togstreitu um hvernig eigi að kosta þjónustu við fatlað fólk. Þjónustu sem er mjög oft forsenda þess að fatlað fólk geti notið mannréttinda. Og hætti að togast á um þetta og tala um fatlað fólk eins og vondir valdamenn hér á fyrri öldum töluðu um hreppsómaga,“ segir Árni Múli jafnframt.Það breyti þó engu um það að borgin verði að fara að lögum. „Það liggur fyrir dómur um það að það verklag sem Reykjavíkurborg hefur haft og hefur ennþá ekki breytt varðandi úthlutun um húsnæðis til fatlaðs fólks stenst ekki lög og því verður að breyta.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26 Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00 Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Telja bótafjárhæð borgarinnar geta numið hundruðum milljóna króna Landssamtökin Þroskahjálp telja að Reykjavíkurborg sé bótaskyld gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að dómur féll í máli þroskahamlaðs manns árið 2021. Faðir ungs manns með einhverfu, sem hefur verið á biðlista í tæp fimm ár, segir stöðuna mjög erfiða. 10. júní 2023 19:26
Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. 14. júní 2023 09:00
Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15. júní 2023 12:41