Hinn 22 ára gamli Van-der-Sluis kemur frá Wales en samdi við Shelbourne á síðasta ári. Hann bað félagið um að rifta samningi sínum til að taka þátt í hinum gríðarvinsælu þáttum og varð félagið við bón hans.
„Mér krossbrá þegar Scott ákvað frekar að fara í glæsihýsi á Mallorca með fullt af einhleypum kvenmönnum frekar en að vera hér með mér, starfsliðinu og leikmönnum Shelbourne,“ sagði þjálfari liðsins, Damien Duff, kíminn á vef félagsins.
Shelbourne boss, Damien Duff, on Scott van-der-Sluis leaving the club to go on Love Island: I was shocked and saddened that Scott chose a villa in Mallorca full of beautiful single women over myself, the staff and the players. pic.twitter.com/aWpRi26vYc
— SPORTbible (@sportbible) June 15, 2023
Markvörðurinn þakkar að sama skapi Shelbourne fyrir allt sem félagið hefur gert fyrir hann. Hann segir félagið vera á réttri leið og hann muni styðja það sem stuðningsmaður þegar hann yfirgefur glæsihúsið á Mallorca.