Risavaxin grjótskriða staðnæmdist steinsnar frá þorpi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 12:54 Litlu mátti muna að þorpið Brienz yrði undir grjótskriðunni. Myndin var tekin í morgun en talið er að skriðan hafi fallið á tólfta tímanum í gærkvöldi. AP/Michael Buholzer/Keystone Þorp í svissnesku Ölpunum slapp naumlega þegar gríðarmikil grjótskriða féll úr fjallshlíð í gærkvöldi. Engar skemmdir urðu á byggingum en þorpið var rýmt fyrir rúmum mánuði vegna hættunar á grjóthruni. Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið. Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Áætlað var að hætta væri á að um 1,9 milljónir rúmmetra af bergi gæti farið af stað nærri þorpinu Brienz í suðaustanverðu Graubuenden-héraði í Sviss í maí. Ákveðið var að flytja um sjötíu íbúa þess í burtu 12. maí. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hversu stór hluti óstöðuga bergsins skreið af stað en sveitarstjórnin á staðnum telur að svo virðist sem að stærsti hluti þess hafi skriðið fram. Talið er að skriðan hafi farið af stað á milli klukkan ellefu og tólf að staðartíma í gærkvöldi. Skriðan stöðvaðist rétt við skólabyggingu og er sögð margra metra djúp þar. Viðbúnaður vegna skriðuhættu var aukinn eftir skriðuna. Vegum og járnbrautarspori var lokað og tvö hús í nágrannaþorpinu Surava voru rýmd. Skriðan stöðvaðist aðeins örfáa metra frá skólabyggingu í Brienz.AP/Michael Buholzer/Keystone Fátt bendir til þess að þorspbúar í Brienz geti snúið til síns heima á næstunni. Breska ríkisútvarpið BBC segir að enn sé um milljón rúmmetra af óstöðugu bergi eftir í fjallinu sem trónir yfir þorpinu. Íbúarnir voru ósáttir við hversu brátt rýmingin bar að í vor en fjallið hefur verið talið óstöðugt í áratugi. Þeir bjuggust við því að vera látnir yfirgefa þorpið tímabundið í sumar en í staðinn fengu þeir 48 klukkustunda fyrirvara um að þeir þyrftu að hafa sig á brott á neyðarfundi sem var haldinn 9. maí. Einhverjir eru sagðir hafa furðað sig á hvers vegna þær mættu ekki snúa heim þar sem grjótið virtist falla rólega og að því er virtist án sérstakrar hættu. Óvenjumikla rigningu gerði á svæðinu í vor sem átti þátt í að ákveðið var að rýma þorpið. Talið er að gegnsósa fjallshlíðin hafi byrjað að hreyfast hraðar fyrir vikið.
Sviss Náttúruhamfarir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira