Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 14:05 Þessir ungu herramenn fá sömu laun og í fyrra, ákveði þeir að skrá sig í nám við Vinnuskólann. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“ Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“
Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira