Þorleifur Örn segist eiga Íslandsmet í vondri gagnrýni: „Það er flókið að díla við upphefð“ Íris Hauksdóttir skrifar 17. júní 2023 07:00 Þorleifur Örn er einn af framsæknustu leikstjórum landsins. Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð? Þorleifur var í miðju símtali við þýska menntamálaráðherrann þegar blaðakonu Vísis bar að garði. Heimsyfirráð í kortunum og stórar framtíðaráætlanir á næsta leiti. Ástæða viðtalsins við Vísi er þó á talsvert léttari nótum, eða öllu heldur þeim tíu Grímu tilnefningum sem sýningin Íslandsklukkan, í leikstjórn Þorleifs, hlaut nýverið. „Ég átti á dauða mínum von“ Spurður hvernig viðurkenningar leggist almennt í hann segist hann hafa upplifað allt. „Ég veit hvernig það er að vera púaður niður en líka hafinn upp til skýjanna. Í báðum tilfellum er takmarkinu náð. Ég hef snert við áhorfandanum. Þorleifur segist sjaldnast fá meðalgagnrýni, annað hvort sé verkunum sínum slátrað eða þau vekja gríðarlega hrifningu.Þjóðleikhúsið Hann viðurkennir þó að í þessu tilfelli hafi tilnefningarnar komið sér á óvart. „Ég átti á dauða mínum von. Ég held ég eigi Íslandsmet í vondri gagnrýni. Það gerist mjög sjaldan að ég fái meðalgagnrýni, annað hvort er verkunum mínum slátrað eða þau vekja gríðarlega hrifningu. Þannig vil ég líka hafa það, ég vil vekja hughrif.“ List er ekki sköpuð til að hljóta verðlaun Sýningar Þorleifs hafa í gegnum tíðina hlotið óteljandi tilnefningar en nýjasta afrekið, Íslandsklukkan, hlaut tíu. „Englar alheimsins voru á sínum tíma með ótrúlega margar tilnefningar en hlutu fá. Það voru mikil vonbrigði. Nokkrum árum síðar sópaði Njála flestum verðlaunum í sögu Grímuverðlaunahátíðarinnar að sér. Ég hef því upplifað að vera báðum megin í þessu og þá lærir maður að listin er ekki sköpuð til að hljóta verðlaun þó það sé auðvitað skemmtilegur bónus. Það sem er svo fallegt við Elefant hópinn, sem sviðsetti Íslandsklukkuna í samstarfi við Þjóðleikhúsið, er þeirra frábæra framtak þar sem sumar af erfiðustu spurningunum eru tæklaðar. Að nálgast umræðuna um fjölþáttasamfélagið með húmor og æðruleysi. Jafnvel þó verið sé að berjast gegn sögulegu óréttlæti.“ Þorleifur segir list ekki skapaða til að hljóta verðlaun en þau séu þó skemmtilegur bónus. visir/arnþór Mamma mætti eins og skriðdreki á skrifstofu skólastjórans Þorleifur er eins og flestir vita sonur listahjónanna Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur en Arnar hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir ævistarf sitt innan leiklistar. Spurður hvernig það hafi verið að alast upp með svo þjóðþekkta foreldra segir Þorleifur það hafa verið erfitt framan af. „Sjálfið verður til í andstöðu áður en maður lærir að fara vingast við það. Ég var erfiður krakki og lenti oft upp á kant við skólakerfið en skólastjórinn átti þó ekki roð í hana móður mína þegar hún mætti eins og skriðdreki inn á skrifstofuna. Lærði að nálgast leikarann sem kreatískt afl Mamma er minn fyrsti kennari í leikstjórn og að fara í gegnum leiklist sem sonur þeirra hafði gríðarleg áhrif á mig. Ég lærði að nálgast leikarann sem kreatískt afl og kem inn í leikhúsið með rosalegt forskot og innsýn inn í starfið. Þess vegna gat ég þróað aðferðir sem þykja kannski óhefðbundnar en þær byggja á þekkingu minni að vera alinn upp í leikhúsi og treysta á kraft leikarans.“ Sýningin Hamlet í Þýskalandi.aðsend Þjóðverjar skilja mikilvægi leikhússins Vissulega loðir umræðan um klíkuskap við leikarastéttina rétt eins og aðrar starfsstéttir. Þorleifur segir eina af ástæðum þess að hann fór erlendis í nám vera þá að byggja sitt eigið sjálf sem væri ekki skilgreint út frá ímynd íslenska samfélagsins af foreldrum sínum. „Ég var ekki að reyna að losna frá þeim en ég vildi vera metinn á mínum forsendum. Að mörgu leyti er mikil gæfa í því. Í Þýskalandi er markaður fyrir tvö hundruð leikhús og þegar maður er kominn í fremstu röð hefur maður aðgang að þvílíkum listamönnum. Fjárveitingar hér úti eru líka á allt öðru stigi og Þjóðverjar skilja mikilvægi leikhússins.“ Eldri hvítir karlmenn festast í eigin hugmyndum Sjálfur segist hann ekki vinna með neinn ákveðin stíl heldur nálgist verkefni sín út frá hverju verki fyrir sig. „Ég verð helst hræddur ef sýningu gengur brjálæðislega vel að þá komi krafa frá öðrum að langa í aðra eins. Ég nálgast þó hvert verkefni á forsendum þess sjálfs. Efnivið þess og þeirra listamanna sem starfa. Þorleifur vinnur bæði hérlendis sem og í Þýskaland. Hér er hann fyrir framan skiltið af sýningunni Hamlet.aðsend Ég er ekki með stíl sem ég hleð ofan á heldur ákveðna sýn á heiminn. Ég vil bjóða listamönnum með inn í vinnuferlið og í gegnum þá fær maður nýjar hugmyndir og opnar nýja möguleika. Og kemst undan því að verða eitthvert trademark. Ég reyni að forðast það að verða ekki of upptekinn af sjálfum mér og vera meðvitaður um þá forréttindastöðu sem ég er í. Maður sér það sérstaklega með eldri hvíta karlmenn hér úti að þeir festast í eigin hugmyndum. Skringileg áráttuhegðun að þurfa að hafa rétt fyrir sér og þurfa að troða þeim skilningi uppá heiminn. Þetta hef ég frá því að vera alinn upp á feminísku heimili og i gegnum það mögulega öðlast heilbrigða sýn. Erlendis sé eg skýrt hvað ég hef fengið mikinn afslátt því gömlu leikstjórarnir sjá sjálfan sig í mér. En þar eiga konur erfiðara uppdráttar gegn feðraveldinu.“ Ekki ástarsaga heldur uppreisn ungrar konu Þessi heimsýn kom skýrt fram í sýningunni Rómeó og Júlía sem Þorleifur leikstýrði fyrir stuttu í Þjóðleikhúsinu. „Þetta fer allt eftir aðferðafræðinni og nálgun á listinni. Rómeó og Júlía er ekki stærsta ástarsaga allra tíma eins og ítrekað er haldið fram, heldur uppreisnarsaga ungrar konu. Ef kynjunum yrði snúið við þá væri hún hiklaust uppreisnarsaga. Ég vildi endurskilgreina söguna sem fram að þessu hefur verið skilgreind af hugmyndum feðraveldisins um hina ungu konu. Og öðlast með því vettvang til að efast um þessa sögulegu “karlmennsku”. Mér finnst það vera skylda mín að borga til baka fyrir ósýnileg forréttindi sem ég hef fengið að njóta með þvi að nota þennan vettvang til góðs. Aldrei ógnandi að vera alinn upp sem sonur femínista Báðir foreldrar mínir eru mjög feminiskt þenkjandi og það kenndi mér að nálgast heiminn með þessum gagnrýnu gleraugum. Það hjálpaði að lesa valdastrúktúrana og oftar en ekki opnaði nýja listræna sýn á það verk sem maður var að vinna. Ég upplifði það aldrei sem ógn að vera sonur femínista heldur frekar vöggugjöf að fá svo víðtæka sýn. Það sem hefur horfið úr umræðunni en var sterkt í Kvennalistanum á sínum tíma var hugmyndin um reynsluheim karla og kvenna. Það eru ekki bara vondir karlar og góðar konur heldur skoða hugmyndir út frá strúktúrískum forsendum.“ Þorleifur leikstýrði sýningunni Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu árið 2021 með nýstárlegum hætti.Þjóðleikhúsið Verkið mun alltaf fylgja mér Kornungur stóð Þorleifur á sviði Þjóðleikhússins í sýningunni Pétur Gautur, en faðir hans fór með titilhlutverkið og móðir hans leikstýrði. Hann segir verkið hafa síðan þá fylgt sér og hann hafi á einhverjum tímapunkti fullyrt að hann myndi setja sýninguna upp á tíu ára fresti. Hann setti hana upp í Luzern í Sviss 2010 og var sú sýning valin sýning ársins í þýskumælandi heiminum. Planið var að setja verkið að nýju upp í Vínarborg en heimsfaraldurinn setti strik í slík áform. EINE ODYSSEE / VOLKSBÜHNE BERLIN from Emma Lou Herrmann on Vimeo. Fyrsta sýning Þorleifs eftir að hann tók við sem listrænn stjórnandi í Volksbuhne í Berlín. Systir hans, Sólveig Arnarsdóttur lék einmitt stórt hlutverk í sýningunni. Nú þrettán árum síðar stefnir Þorleifur á enduruppsetningu en með nýju sniði. „Já, sýningin fer á svið í Þjóðleikhúsinu í Vín í mars á næsta ári. Nálgunin hefur breyst talsvert frá því hún átti að fara upp fyrir tveimur árum en ég fæ með mér sex þýskar þjóðhetjur innan leiklistarheimsins.“ Fertugur kominn með viðurkenningu fyrir ævistarfið Spurður hvernig tilfinningin sé að koma aftur með verkið sem landaði honum þessum virtu verðlaunum segist Þorleifur rólegur í tíðinni. „Þetta er svo afstætt. Maður hefur unnið allskonar verðlaun en ólíkt Íslandi er bara hægt að fá þessi verðlaun einu sinni á ævinni. Það var því alveg fyndið að vera rétt um fertugt búinn að fá ævistarfsverðlaun. Ég hef líka verið valinn besti listræni stjórnandinn í flottasta leikhúsi í Evrópu. Á einhverjum tímapunkti er maður búinn að ná ákveðinni valdastöðu og markmiðum en að mörgu leyti líka að spyrja sig, er ég trúr minni listrænu sýn. Það kemur aftur að uppeldinu því það er flókið að díla við upphefð og fara ekki að trúa upphafningunni. Ég reyni markvisst að vinna gegn því.“ Hér má sjá myndband sem er í persónulegu eftirlæti leikstjórans en þar ber að líta sex tíma ferðalag um lendur hugarheims mannsins en sýningin nefndist Völdunarhús þekkingarinnar. Trailer "Im Irrgarten des Wissens" - Schauspiel Dortmund from Schauspiel Do Archiv (2010-2020) on Vimeo. Gæti aldrei staðist eigin gæðakröfur En hefur þú ekkert vilja leika meira sjálfur? „Það kemur alveg fyrir en ég ber svo mikla virðingu fyrir því hvað það er flókið og erfitt starf. Ég held ég myndi ekki standast þær gæðakröfur sem ég myndi gera á sjálfan mig. Það yrði hálfgerð vanvirðing við aðra að gera það að aðalstarfi. Ég gæti til að mynda aldrei verið svo sjálfmiðaður að setja mig í eigin sýningu. “ Endist lengst í partýinu Þorleifur setti tappann í flöskuna fyrir tuttugu og fjórum árum en hann var ungur að árum þegar hann fann að þar hefði hann ekki stjórn. ,,Ég vissi að ef ég ætlaði að gera eitthvað í lífinu yrði áfengið að fara. Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun í eina mínútu síðan. Ég skipti mér þó ekki að öðrum enda gæti ég aldrei starfað í þessu fagi ef ég væri lögregla gagnvart fólkinu í kring. En ég get líka verið lengst í partýinu því ég er í besta forminu.“ Þorleifur segir nauðsynlegt að prófa blóðið sjálfur. aðsend Sækist sífellt meira í Ísland Þorleifur er sem fyrr segir bæði starfandi hérlendis og í Þýskalandi en hann sækist með árunum sífellt meira í viðveru hér á landi. „Ég fluttist fyrst til Berlínar 2005 og hef síðan þá flakkað mikið á milli. Sem ungur maður var spennandi að starfa í alþjóðlegu samhengi en með árunum hefur reynst erfitt að sameina lífið og vinnuna. Undanfarið hef ég minnkað veruna erlendis til þess að vera nær sonum mínum og er því starfandi um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Næsta vetur mun ég setja þar á svið sýningu byggða á Eddukvæðunum. Sýning sem ég setti fyrst á svið fyrir þremur árum í Þýskalandi en nú fá Íslendingar að sjá aðra útgáfu byggða á sama viðfangsefni. Eddukvæðin eru að mörgu leyti eins og landakort yfir ris og fall siðmenningar. Það er svo fallegt að geta í formi listarinnar skoðað stóru hreyfingar samfélagsins. Leikhúsið er staður þar sem við komum saman og endurspeglum okkar eigin sögu sem einstaklingar og sem samfélag.“ Leikstýrir fremsta óperuviðburði heims Þegar talið berst að komandi verkefnum verður Þorleifur dularfullur á svipinn og segist ekki geta upplýst það nákvæmlega á þessari stundu. „Það eru áhugaverðir tímar sem ég má ekki segja þér nákvæmlega frá núna en ég get þó sagt að ég er að fara að leikstýra einum fremsta óperuviðburði í heiminum sem er út af fyrir sig geggjað. Hvernig eru taugarnar þegar kemur að svo stóru verkefni? ,,Ég er ansi góður að díla við stress, annars gæti ég ekki unnið við þetta. Tek það, eins og lífið sjálft alltaf bara einn dag í einu. Stressið kemur svo þegar ég leggst á koddann, þess vegna reyni ég að hugleiða á hverjum degi. Ég passa samt að taka kvíðann aldrei með mér í vinnuna. Það er svo mikil lukka að vinna við það sem maður elskar og ef óttinn fær of stóran skammt gæti það haft áhrif á listrænar ákvarðanir. Ég held mig þess vegna í þakklætinu og hef auðmýkt fyrir því sem mér býðst.“ Leikhús Menning Tengdar fréttir Íslandsklukkan hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna í kvöld. 5. júní 2023 23:43 Þorleifur Örn ráðinn listrænn stjórnandi Volksbühne Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi við leikhúsið Volksbühne í Berlín. 12. apríl 2019 10:59 Þorleifur Örn valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi Var verðlaunaður fyrir verkið Die Edda. 3. nóvember 2018 21:53 Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þorleifur var í miðju símtali við þýska menntamálaráðherrann þegar blaðakonu Vísis bar að garði. Heimsyfirráð í kortunum og stórar framtíðaráætlanir á næsta leiti. Ástæða viðtalsins við Vísi er þó á talsvert léttari nótum, eða öllu heldur þeim tíu Grímu tilnefningum sem sýningin Íslandsklukkan, í leikstjórn Þorleifs, hlaut nýverið. „Ég átti á dauða mínum von“ Spurður hvernig viðurkenningar leggist almennt í hann segist hann hafa upplifað allt. „Ég veit hvernig það er að vera púaður niður en líka hafinn upp til skýjanna. Í báðum tilfellum er takmarkinu náð. Ég hef snert við áhorfandanum. Þorleifur segist sjaldnast fá meðalgagnrýni, annað hvort sé verkunum sínum slátrað eða þau vekja gríðarlega hrifningu.Þjóðleikhúsið Hann viðurkennir þó að í þessu tilfelli hafi tilnefningarnar komið sér á óvart. „Ég átti á dauða mínum von. Ég held ég eigi Íslandsmet í vondri gagnrýni. Það gerist mjög sjaldan að ég fái meðalgagnrýni, annað hvort er verkunum mínum slátrað eða þau vekja gríðarlega hrifningu. Þannig vil ég líka hafa það, ég vil vekja hughrif.“ List er ekki sköpuð til að hljóta verðlaun Sýningar Þorleifs hafa í gegnum tíðina hlotið óteljandi tilnefningar en nýjasta afrekið, Íslandsklukkan, hlaut tíu. „Englar alheimsins voru á sínum tíma með ótrúlega margar tilnefningar en hlutu fá. Það voru mikil vonbrigði. Nokkrum árum síðar sópaði Njála flestum verðlaunum í sögu Grímuverðlaunahátíðarinnar að sér. Ég hef því upplifað að vera báðum megin í þessu og þá lærir maður að listin er ekki sköpuð til að hljóta verðlaun þó það sé auðvitað skemmtilegur bónus. Það sem er svo fallegt við Elefant hópinn, sem sviðsetti Íslandsklukkuna í samstarfi við Þjóðleikhúsið, er þeirra frábæra framtak þar sem sumar af erfiðustu spurningunum eru tæklaðar. Að nálgast umræðuna um fjölþáttasamfélagið með húmor og æðruleysi. Jafnvel þó verið sé að berjast gegn sögulegu óréttlæti.“ Þorleifur segir list ekki skapaða til að hljóta verðlaun en þau séu þó skemmtilegur bónus. visir/arnþór Mamma mætti eins og skriðdreki á skrifstofu skólastjórans Þorleifur er eins og flestir vita sonur listahjónanna Arnars Jónssonar og Þórhildar Þorleifsdóttur en Arnar hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni fyrir ævistarf sitt innan leiklistar. Spurður hvernig það hafi verið að alast upp með svo þjóðþekkta foreldra segir Þorleifur það hafa verið erfitt framan af. „Sjálfið verður til í andstöðu áður en maður lærir að fara vingast við það. Ég var erfiður krakki og lenti oft upp á kant við skólakerfið en skólastjórinn átti þó ekki roð í hana móður mína þegar hún mætti eins og skriðdreki inn á skrifstofuna. Lærði að nálgast leikarann sem kreatískt afl Mamma er minn fyrsti kennari í leikstjórn og að fara í gegnum leiklist sem sonur þeirra hafði gríðarleg áhrif á mig. Ég lærði að nálgast leikarann sem kreatískt afl og kem inn í leikhúsið með rosalegt forskot og innsýn inn í starfið. Þess vegna gat ég þróað aðferðir sem þykja kannski óhefðbundnar en þær byggja á þekkingu minni að vera alinn upp í leikhúsi og treysta á kraft leikarans.“ Sýningin Hamlet í Þýskalandi.aðsend Þjóðverjar skilja mikilvægi leikhússins Vissulega loðir umræðan um klíkuskap við leikarastéttina rétt eins og aðrar starfsstéttir. Þorleifur segir eina af ástæðum þess að hann fór erlendis í nám vera þá að byggja sitt eigið sjálf sem væri ekki skilgreint út frá ímynd íslenska samfélagsins af foreldrum sínum. „Ég var ekki að reyna að losna frá þeim en ég vildi vera metinn á mínum forsendum. Að mörgu leyti er mikil gæfa í því. Í Þýskalandi er markaður fyrir tvö hundruð leikhús og þegar maður er kominn í fremstu röð hefur maður aðgang að þvílíkum listamönnum. Fjárveitingar hér úti eru líka á allt öðru stigi og Þjóðverjar skilja mikilvægi leikhússins.“ Eldri hvítir karlmenn festast í eigin hugmyndum Sjálfur segist hann ekki vinna með neinn ákveðin stíl heldur nálgist verkefni sín út frá hverju verki fyrir sig. „Ég verð helst hræddur ef sýningu gengur brjálæðislega vel að þá komi krafa frá öðrum að langa í aðra eins. Ég nálgast þó hvert verkefni á forsendum þess sjálfs. Efnivið þess og þeirra listamanna sem starfa. Þorleifur vinnur bæði hérlendis sem og í Þýskaland. Hér er hann fyrir framan skiltið af sýningunni Hamlet.aðsend Ég er ekki með stíl sem ég hleð ofan á heldur ákveðna sýn á heiminn. Ég vil bjóða listamönnum með inn í vinnuferlið og í gegnum þá fær maður nýjar hugmyndir og opnar nýja möguleika. Og kemst undan því að verða eitthvert trademark. Ég reyni að forðast það að verða ekki of upptekinn af sjálfum mér og vera meðvitaður um þá forréttindastöðu sem ég er í. Maður sér það sérstaklega með eldri hvíta karlmenn hér úti að þeir festast í eigin hugmyndum. Skringileg áráttuhegðun að þurfa að hafa rétt fyrir sér og þurfa að troða þeim skilningi uppá heiminn. Þetta hef ég frá því að vera alinn upp á feminísku heimili og i gegnum það mögulega öðlast heilbrigða sýn. Erlendis sé eg skýrt hvað ég hef fengið mikinn afslátt því gömlu leikstjórarnir sjá sjálfan sig í mér. En þar eiga konur erfiðara uppdráttar gegn feðraveldinu.“ Ekki ástarsaga heldur uppreisn ungrar konu Þessi heimsýn kom skýrt fram í sýningunni Rómeó og Júlía sem Þorleifur leikstýrði fyrir stuttu í Þjóðleikhúsinu. „Þetta fer allt eftir aðferðafræðinni og nálgun á listinni. Rómeó og Júlía er ekki stærsta ástarsaga allra tíma eins og ítrekað er haldið fram, heldur uppreisnarsaga ungrar konu. Ef kynjunum yrði snúið við þá væri hún hiklaust uppreisnarsaga. Ég vildi endurskilgreina söguna sem fram að þessu hefur verið skilgreind af hugmyndum feðraveldisins um hina ungu konu. Og öðlast með því vettvang til að efast um þessa sögulegu “karlmennsku”. Mér finnst það vera skylda mín að borga til baka fyrir ósýnileg forréttindi sem ég hef fengið að njóta með þvi að nota þennan vettvang til góðs. Aldrei ógnandi að vera alinn upp sem sonur femínista Báðir foreldrar mínir eru mjög feminiskt þenkjandi og það kenndi mér að nálgast heiminn með þessum gagnrýnu gleraugum. Það hjálpaði að lesa valdastrúktúrana og oftar en ekki opnaði nýja listræna sýn á það verk sem maður var að vinna. Ég upplifði það aldrei sem ógn að vera sonur femínista heldur frekar vöggugjöf að fá svo víðtæka sýn. Það sem hefur horfið úr umræðunni en var sterkt í Kvennalistanum á sínum tíma var hugmyndin um reynsluheim karla og kvenna. Það eru ekki bara vondir karlar og góðar konur heldur skoða hugmyndir út frá strúktúrískum forsendum.“ Þorleifur leikstýrði sýningunni Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu árið 2021 með nýstárlegum hætti.Þjóðleikhúsið Verkið mun alltaf fylgja mér Kornungur stóð Þorleifur á sviði Þjóðleikhússins í sýningunni Pétur Gautur, en faðir hans fór með titilhlutverkið og móðir hans leikstýrði. Hann segir verkið hafa síðan þá fylgt sér og hann hafi á einhverjum tímapunkti fullyrt að hann myndi setja sýninguna upp á tíu ára fresti. Hann setti hana upp í Luzern í Sviss 2010 og var sú sýning valin sýning ársins í þýskumælandi heiminum. Planið var að setja verkið að nýju upp í Vínarborg en heimsfaraldurinn setti strik í slík áform. EINE ODYSSEE / VOLKSBÜHNE BERLIN from Emma Lou Herrmann on Vimeo. Fyrsta sýning Þorleifs eftir að hann tók við sem listrænn stjórnandi í Volksbuhne í Berlín. Systir hans, Sólveig Arnarsdóttur lék einmitt stórt hlutverk í sýningunni. Nú þrettán árum síðar stefnir Þorleifur á enduruppsetningu en með nýju sniði. „Já, sýningin fer á svið í Þjóðleikhúsinu í Vín í mars á næsta ári. Nálgunin hefur breyst talsvert frá því hún átti að fara upp fyrir tveimur árum en ég fæ með mér sex þýskar þjóðhetjur innan leiklistarheimsins.“ Fertugur kominn með viðurkenningu fyrir ævistarfið Spurður hvernig tilfinningin sé að koma aftur með verkið sem landaði honum þessum virtu verðlaunum segist Þorleifur rólegur í tíðinni. „Þetta er svo afstætt. Maður hefur unnið allskonar verðlaun en ólíkt Íslandi er bara hægt að fá þessi verðlaun einu sinni á ævinni. Það var því alveg fyndið að vera rétt um fertugt búinn að fá ævistarfsverðlaun. Ég hef líka verið valinn besti listræni stjórnandinn í flottasta leikhúsi í Evrópu. Á einhverjum tímapunkti er maður búinn að ná ákveðinni valdastöðu og markmiðum en að mörgu leyti líka að spyrja sig, er ég trúr minni listrænu sýn. Það kemur aftur að uppeldinu því það er flókið að díla við upphefð og fara ekki að trúa upphafningunni. Ég reyni markvisst að vinna gegn því.“ Hér má sjá myndband sem er í persónulegu eftirlæti leikstjórans en þar ber að líta sex tíma ferðalag um lendur hugarheims mannsins en sýningin nefndist Völdunarhús þekkingarinnar. Trailer "Im Irrgarten des Wissens" - Schauspiel Dortmund from Schauspiel Do Archiv (2010-2020) on Vimeo. Gæti aldrei staðist eigin gæðakröfur En hefur þú ekkert vilja leika meira sjálfur? „Það kemur alveg fyrir en ég ber svo mikla virðingu fyrir því hvað það er flókið og erfitt starf. Ég held ég myndi ekki standast þær gæðakröfur sem ég myndi gera á sjálfan mig. Það yrði hálfgerð vanvirðing við aðra að gera það að aðalstarfi. Ég gæti til að mynda aldrei verið svo sjálfmiðaður að setja mig í eigin sýningu. “ Endist lengst í partýinu Þorleifur setti tappann í flöskuna fyrir tuttugu og fjórum árum en hann var ungur að árum þegar hann fann að þar hefði hann ekki stjórn. ,,Ég vissi að ef ég ætlaði að gera eitthvað í lífinu yrði áfengið að fara. Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun í eina mínútu síðan. Ég skipti mér þó ekki að öðrum enda gæti ég aldrei starfað í þessu fagi ef ég væri lögregla gagnvart fólkinu í kring. En ég get líka verið lengst í partýinu því ég er í besta forminu.“ Þorleifur segir nauðsynlegt að prófa blóðið sjálfur. aðsend Sækist sífellt meira í Ísland Þorleifur er sem fyrr segir bæði starfandi hérlendis og í Þýskalandi en hann sækist með árunum sífellt meira í viðveru hér á landi. „Ég fluttist fyrst til Berlínar 2005 og hef síðan þá flakkað mikið á milli. Sem ungur maður var spennandi að starfa í alþjóðlegu samhengi en með árunum hefur reynst erfitt að sameina lífið og vinnuna. Undanfarið hef ég minnkað veruna erlendis til þess að vera nær sonum mínum og er því starfandi um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Næsta vetur mun ég setja þar á svið sýningu byggða á Eddukvæðunum. Sýning sem ég setti fyrst á svið fyrir þremur árum í Þýskalandi en nú fá Íslendingar að sjá aðra útgáfu byggða á sama viðfangsefni. Eddukvæðin eru að mörgu leyti eins og landakort yfir ris og fall siðmenningar. Það er svo fallegt að geta í formi listarinnar skoðað stóru hreyfingar samfélagsins. Leikhúsið er staður þar sem við komum saman og endurspeglum okkar eigin sögu sem einstaklingar og sem samfélag.“ Leikstýrir fremsta óperuviðburði heims Þegar talið berst að komandi verkefnum verður Þorleifur dularfullur á svipinn og segist ekki geta upplýst það nákvæmlega á þessari stundu. „Það eru áhugaverðir tímar sem ég má ekki segja þér nákvæmlega frá núna en ég get þó sagt að ég er að fara að leikstýra einum fremsta óperuviðburði í heiminum sem er út af fyrir sig geggjað. Hvernig eru taugarnar þegar kemur að svo stóru verkefni? ,,Ég er ansi góður að díla við stress, annars gæti ég ekki unnið við þetta. Tek það, eins og lífið sjálft alltaf bara einn dag í einu. Stressið kemur svo þegar ég leggst á koddann, þess vegna reyni ég að hugleiða á hverjum degi. Ég passa samt að taka kvíðann aldrei með mér í vinnuna. Það er svo mikil lukka að vinna við það sem maður elskar og ef óttinn fær of stóran skammt gæti það haft áhrif á listrænar ákvarðanir. Ég held mig þess vegna í þakklætinu og hef auðmýkt fyrir því sem mér býðst.“
Leikhús Menning Tengdar fréttir Íslandsklukkan hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna í kvöld. 5. júní 2023 23:43 Þorleifur Örn ráðinn listrænn stjórnandi Volksbühne Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi við leikhúsið Volksbühne í Berlín. 12. apríl 2019 10:59 Þorleifur Örn valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi Var verðlaunaður fyrir verkið Die Edda. 3. nóvember 2018 21:53 Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Íslandsklukkan hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar Íslandsklukkan í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar í ár, flestar allra sýninga ársins. Tilkynnt var um tilnefningar til íslensku sviðslistaverðlaunanna í kvöld. 5. júní 2023 23:43
Þorleifur Örn ráðinn listrænn stjórnandi Volksbühne Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið ráðin listrænn stjórnandi við leikhúsið Volksbühne í Berlín. 12. apríl 2019 10:59
Þorleifur Örn valinn leikstjóri ársins í Þýskalandi Var verðlaunaður fyrir verkið Die Edda. 3. nóvember 2018 21:53
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36