Óvíst hvort að óligarki fái að flytja vikur frá Mýrdalssandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júní 2023 16:46 Fyritæki Kretinskí vill flytja gríðarlegt magn vikurs frá Mýrdalssandi til sementsgerðar í Evrópu. Egill Aðalsteinsson, Getty Skipulagsstofnun hefur birt mjög neikvæða umsögn um vikurflutninga frá Mýrdalssandi. Eignarhald ólígarka með tengsl við Rússland og slæmt umhverfisorðspor hefur ekki verið til umræðu hjá sveitarstjórn. „Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi. Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
„Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi.
Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira