„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 20:08 Allir fjórir viðskiptavinir Costco sem fréttastofa ræddi við voru ánægð með að Costco væri byrjað að selja áfengi í netverslun. Stöð 2/Dúi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís. Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís.
Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03