Magdeburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir vítakastkeppni | Gísli Þorgeir fór meiddur af velli Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 15:31 Gísli Þorgeir fór meiddur af velli rétt fyrir leikslok Vísir/Getty Magdeburg er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hádramatískan leik gegn Barcelona. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu svo að úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira