Sendir samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn Jón Daníelsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun