Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 12:46 Tony Snell fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurkörfu hans í leik með Atlanta Hawks 2021 Vísir/Getty Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira