Guðrún inn sem ráðherra, Jón út Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 18. júní 2023 12:49 Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra eftir ríkisráðsfund á morgun. Vísir/Sigurjón Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar. Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Bjarni sagði Jón hafa staðið sig afburðavel sem ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun þingflokksins nú fyrir stundu. Jón njóti stuðnings sjálfstæðismanna um allt land en hann hefði trú á að Guðrún gæti komið og fylgt því vel eftir. Ákvörðunin hafi verið erfið að því leyti að ráðherraefnin í flokknum væru fleiri en stólarnir í boði. Minntist Bjarni sérstaklega á að þetta væri í fyrsta skipti sem konur væri í meirihluta í ráðherraliði flokksins. Guðrún, sem er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður Suðurkjördæmis, tekur við embætti að loknum ríkisráðsfundi á morgun. Hún sagðist spennt fyrir verkefninu. Spurð að því hvort að vænta mætti stefnubreytingar sagði hún að Jón hefði unnið eftir stefnu Sjálfstæðisflokksins og landsfundar hans. „Ég mun að sjálfsögðu gera það líka.“ Einhverjar breytingar verði gerðar en fyrst ætli hún að fara í ráðuneytið og kynna sér hvaða mál séu mest aðkallandi. „Svo munum við sjá til hvernig mál þróast,“ sagði hún. Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, á leið úr Valhöll eftir fundinn í dag.Vísir/Sigurjón „Svona er bara pólitíkin“ Jón sagði ákvörðunina í samræmi við það sem lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins en neitaði því ekki að hann hefði viljað sitja áfram sem ráðherra. „Svona er nú bara pólitíkin,“ sagði hann að fundi loknum. Bjarni sagðist meðvitaður um að Jón hefði metnað til þess að sitja áfram og fundið fyrir ákalli um að kraftar hans fengju áfram að njóta sín. Hann hafi sagt honum að hann mætti vera gríðarlega stoltur af þeim verkum sem hann hefði skilað sem ráðherra. „Ég óttast það ekki,“ sagði Bjarni spurður að því hvort að skiptin gætu valdið sundrung innan flokksins. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, sagði einhug í þingflokknum um ráðherraskiptin. Jóns yrði sárt saknað sem ráðherra en hann væri sjálfur ánægður með að þingmaður úr kjördæmi hans fengi ráðherraembætti. Erfiður tími fyrir þá sem eru ósammála Sjálfstæðisflokknum Jón þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu sem hann birti skömmu eftir að þingflokksfundinum lauk. Margir málaflokkar dómsmálaráðuneytisins hafi staðið á tímamótum, sérstaklega útlendingamál og löggæsla. „Við höfum orðið varir við að þetta hefur verið erfiður tími fyrir þá sem eru ekki fylgjandi Sjálfstæðisflokknum í skoðunum,“ skrifaði Jón með mynd af þeim Brynjari Níelssyni og Ingvari Smára Birgissyni, aðstoðarmönnum hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira