Endurbætur á Nývangi í skugga fjármálaóreiðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 16:15 Vinna er komin á fullt við endurbætur á Nývangi Vísir/Getty Barcelona mun leika heimaleiki sína næsta tímabil á Ólympíuleikvangnum í borginni en umfangsmiklar endurbætur á Nývangi eru komnar á fullt og reiknað er með að þær taki 18 mánuði. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 1,5 milljarður Evra. Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01