Endurbætur á Nývangi í skugga fjármálaóreiðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 16:15 Vinna er komin á fullt við endurbætur á Nývangi Vísir/Getty Barcelona mun leika heimaleiki sína næsta tímabil á Ólympíuleikvangnum í borginni en umfangsmiklar endurbætur á Nývangi eru komnar á fullt og reiknað er með að þær taki 18 mánuði. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 1,5 milljarður Evra. Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01