Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2023 07:00 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“ Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“
Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira