Jöfn - Tæknilega séð Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2023 09:01 Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tækni Gervigreind Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Hlutfall stelpna sem útskrifuðust úr tölvunarfræði árið 2022 var um 30% og hefur hlutfallið farið hækkandi síðustu ár. Störf í tæknigeiranum eru spennandi og vel launuð og þar eru miklir framtíðarmöguleikar. Hvers vegna sækjast stelpur ekki eftir þessum störfum í jafn miklum mæli og strákar? Og hvað getum við gert til þess að hvetja þær til dáða á þessum vettvangi? Við lifum í heimi sem er nú þegar afar tæknivæddur, og mikilvægi og hlutverk tækni í daglegu lífi á aðeins eftir að aukast á næstu áratugum; svo mikið að við áttum okkur mögulega ekki á umfangi þess. Það er hins vegar tilfinnanlegur skortur í tæknigeiranum á ómissandi sjónarhorni – sjónarhorni kvenna. Gervigreind, gögn og fjölbreytni Upplýsingatæknigeirinn snýst að miklu leyti um að greina vandamál og búa til fjölbreyttar lausnir á þeim. Fjölbreytni meðal starfsfólks er þess vegna algjört lykilatriði til framtíðar. Til þess að geta hannað fjölbreyttar lausnir þarf starfsfólk í tæknigeiranum að hafa skilning á ólíkum þörfum og veruleika fólks. Það gefur auga leið hversu mikils virði reynsluheimur kvenna er í þessu samhengi. Skýrt dæmi um þetta er ört vaxandi mikilvægi og útbreiðsla gervigreindar sem við munum styðjast sífellt meira við í daglegu lífi. Geta gervigreindar byggist á gögnunum sem notast er við í þróun gervigreindar. Ef ekki er gengið úr skugga um að fólk með fjölbreyttan bakgrunn komi að þróun gervigreindar er hætt við að hún taki ekki tillit til mikilvægra sjónarmiða í niðurstöðum sínum. Hér er fjölbreytni því ekki bara mikilvæg, heldur beinlínis bráðnauðsynleg. Ábyrgð tæknifyrirtækja er mikil Tæknifyrirtæki bera hér ríka ábyrgð. Við þurfum að gera meira en að hvetja stelpur til þess að sækja um störf – við þurfum að sýna betur að framlag þeirra er ómissandi fyrir framþróun tæknigeirans og skapa umhverfi þar sem hæfileikaríkar stelpur geta látið ljós sitt skína. Að auka sýnileika bæði kvenkyns starfskrafta og fyrirmynda í geiranum er afar mikilvægt fyrsta skref. Fyrirtæki geta gert mikið með því að huga að hvernig þau birtast út á við. Stúlkur þurfa að geta speglað sig í fyrirmyndum sem eru konur. Þetta á ekki aðeins við um æðstu stjórnendur heldur þarf að huga að öllum störfum í fyrirtækjunum. Fyrirtæki þurfa líka að horfa inn á við, skoða stefnu sína og skipulag og jafnframt spyrja sig hvernig menningin á vinnustaðnum er. Það skiptir máli að teymi séu fjölbreytt og að þau sem leiða vinnuna séu af öllum kynjum, vegna þess að það mun skila sér í betri lausnum. Við þurfum að byggja upp menningu þar sem við öll erum velkomin og vel er tekið á móti öllum. Það getur reynst erfitt að vera eina stelpan í hópnum og því er nauðsynlegt að jafna kynjahlutfallið í hópum. Fyrirtæki þurfa líka að huga að því hvernig þau birtast í sínu kynningarefni og jafnvel hvernig þau sníða atvinnuauglýsingar til að höfða til fjölbreytts hóps. Til dæmis með því að hvetja stelpur til þess að sækja um, þó þær uppfylli ekki allar hæfnikröfur. Við í tæknifyrirtækjunum erum í einstakri stöðu til þess að hafa hér áhrif til góðs og verðum öll að leggjast á eitt að fjölga konum í tæknistörfum. Á kvenréttindadaginn 19. júní er gott að minna sig á það og við höfum öll hlutverk þegar kemur að því að vinna að jafnrétti. Gleðilegan kvenréttindadag! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun