Bakvörður Man United til Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2023 13:30 Ona Batlle er komin heim til Katalóníu. Barcelona Ona Batlle, hægri bakvörður Manchester United, hefur samið við Spánar- og Evrópumeistara Barcelona til ársins 2026. Samningur hennar við Man United rennur út í lok júnímánaðar og því fer hún frítt til Katalóníu. Vísir greindi frá fyrir helgi að kvennalið Man United væri að missa tvo af sínum bestu leikmönnum frítt. Liðið endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea. Man Utd fór svo alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar en þurfti að sætta sig við silfur þar sem Chelsea vann deild og bikar. Til að bæta gráu ofan á svart þarf Man United að fylla tvö risastór skörð í sumar þar sem það hafði þegar verið staðfest að framherjinn Alessia Russo væri á förum þegar samningur hennar rennur út í lok júní. Nú hefur Barcelona staðfest komu Batlle en samningur hennar rennur út á sama tíma. T'estàvem esperant, Ona pic.twitter.com/UgszxuzTW7— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 19, 2023 Hin 24 ára gamla Batlle hefur verið orðuð við uppeldisfélag sitt Barcelona nær allt tímabilið þar sem vitað var að samningur hennar rynni út og illa gengi að endursemja. Hún átti frábært tímabil fyrir Rauðu djöflanna en í 19 deildarleikjum skoraði hún eitt mark og gaf 9 stoðsendingar. Batlle gekk í raðir Man United árið 2020 en hafði áður leikið með Madríd CFF og Levante á Spáni. Nú fær hún loks tækifæri til að spila fyrir uppeldisfélagið og ekki skemmir fyrir að Barcelona er ríkjandi Spánar- og Evrópumeistari. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Varnarmaður Man United á leið til Barcelona Ona Batlle verður samningslaus í sumar og stefnir í að hún gangi í raðir Barcelona en hún er uppalin í Katalóníu. 24. maí 2023 17:45 Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Vísir greindi frá fyrir helgi að kvennalið Man United væri að missa tvo af sínum bestu leikmönnum frítt. Liðið endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea. Man Utd fór svo alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar en þurfti að sætta sig við silfur þar sem Chelsea vann deild og bikar. Til að bæta gráu ofan á svart þarf Man United að fylla tvö risastór skörð í sumar þar sem það hafði þegar verið staðfest að framherjinn Alessia Russo væri á förum þegar samningur hennar rennur út í lok júní. Nú hefur Barcelona staðfest komu Batlle en samningur hennar rennur út á sama tíma. T'estàvem esperant, Ona pic.twitter.com/UgszxuzTW7— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) June 19, 2023 Hin 24 ára gamla Batlle hefur verið orðuð við uppeldisfélag sitt Barcelona nær allt tímabilið þar sem vitað var að samningur hennar rynni út og illa gengi að endursemja. Hún átti frábært tímabil fyrir Rauðu djöflanna en í 19 deildarleikjum skoraði hún eitt mark og gaf 9 stoðsendingar. Batlle gekk í raðir Man United árið 2020 en hafði áður leikið með Madríd CFF og Levante á Spáni. Nú fær hún loks tækifæri til að spila fyrir uppeldisfélagið og ekki skemmir fyrir að Barcelona er ríkjandi Spánar- og Evrópumeistari.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Varnarmaður Man United á leið til Barcelona Ona Batlle verður samningslaus í sumar og stefnir í að hún gangi í raðir Barcelona en hún er uppalin í Katalóníu. 24. maí 2023 17:45 Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Varnarmaður Man United á leið til Barcelona Ona Batlle verður samningslaus í sumar og stefnir í að hún gangi í raðir Barcelona en hún er uppalin í Katalóníu. 24. maí 2023 17:45
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14. júní 2023 12:01