Söguboð á alþjóðadegi flóttafólks Íris Hauksdóttir skrifar 19. júní 2023 10:45 Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri hjá Íslandsdeildinni. aðsend Í tilefni af Alþjóðadegi flóttafólks þann 20. júní býður Ungliðahreyfing Amnesty International til viðburðar sem haldinn er á morgun og nefnist Söguboð eða „Story Sharing Café“. Viðburðurinn er öllum opinn og verður haldinn í Húsi Máls og menningar á Laugavegi 18. Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu. Setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Árni stjórnar umræðunni frá viðburðinum sem haldinn var í fyrra. aðsend „Við lærðum þessa aðferð hjá finnsku deild Amnesty International og frumreyndum hana í fyrsta sinn í fyrra,“ segir Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri hjá Íslandsdeildinni. „Þetta gengur þannig fyrir sig að 6-8 einstaklingar, sem mögulega þekkjast ekki innbyrðis, setjast við borð hjá umræðustjórnanda og deila eigin sögum og lífsreynslu útfrá fyrirfram ákveðnum umræðuefnum. Hlutverk umræðustjórnanda er að gæta að tímamörkum, aðstoða við túlkun ef þörf krefur og tekur einnig þátt í samtalinu og deilir eigin reynslu. Við borðin eru útprentaðar spurningar sem hver og einn þátttakandi svarar að því marki sem hann kýs. Þetta eru einfaldar og léttar spurningar um hversdagslega atburði sem geta kallað fram skemmtilegar minningar og sögur. Þó að uppruni okkar og aðstæður geta verið gjörólíkar þá sást skýrt í fyrra að það kom gestum á óvart hvað þau áttu margt sameiginlegt.“ Það kom gestum viðburðarins í fyrra á óvart hversu margt þeir áttu sameiginlegt.aðsend Ungliðahreyfing Amnesty International samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-25 ára en þessi viðburður er ætlaður öllum, bæði Íslendingum jafnt sem fólki með erlendan bakgrunn. Það er ókeypis inn á viðburðinn og heitir drykkir í boði fyrir söguboðsgesti. 89.3 milljónir einstaklinga á flótta „Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 20. júní sem alþjóðadag flóttafólks til að heiðra flóttafólks um allan heim. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru nú um 89.3 milljónir einstaklinga á flótta og hefur þeim þá fjölgað um 7.3 milljónir frá síðasta söguboði,“ segir Íris Björk Ágústsdóttir, forseti háskólafélags Amnesty International og nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Íris Björk Ágústsdóttir, forseti háskólafélags Amnesty International.aðsend „Þetta eru dramatískar tölur en Söguboðið snýst hins vegar ekki um að tala um gallað regluverk eða að hlusta bara á sögur flóttafólks, heldur fyrst og fremst að deila hversdagslegum sögum og spyrja um hversdagslega hluti. Stundum er áhersla á það sammannlega besta leiðin til að minna á að mannréttindi eru fyrir okkur öll.“ Viðburðurinn verður frá kl. 17-19 og er aðgangur ókeypis. Mælt er með því að mæta snemma til að ná sæti við borðin þar sem sögunum verður deilt. Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Sjá meira
Tilgangur viðburðarins er að gefa öllum tækifæri, óháð þjóðerni, trú, kyni eða stöðu. Setjast saman við borð og deila hversdagslegum sögum og heyra sögur annarra. Árni stjórnar umræðunni frá viðburðinum sem haldinn var í fyrra. aðsend „Við lærðum þessa aðferð hjá finnsku deild Amnesty International og frumreyndum hana í fyrsta sinn í fyrra,“ segir Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri hjá Íslandsdeildinni. „Þetta gengur þannig fyrir sig að 6-8 einstaklingar, sem mögulega þekkjast ekki innbyrðis, setjast við borð hjá umræðustjórnanda og deila eigin sögum og lífsreynslu útfrá fyrirfram ákveðnum umræðuefnum. Hlutverk umræðustjórnanda er að gæta að tímamörkum, aðstoða við túlkun ef þörf krefur og tekur einnig þátt í samtalinu og deilir eigin reynslu. Við borðin eru útprentaðar spurningar sem hver og einn þátttakandi svarar að því marki sem hann kýs. Þetta eru einfaldar og léttar spurningar um hversdagslega atburði sem geta kallað fram skemmtilegar minningar og sögur. Þó að uppruni okkar og aðstæður geta verið gjörólíkar þá sást skýrt í fyrra að það kom gestum á óvart hvað þau áttu margt sameiginlegt.“ Það kom gestum viðburðarins í fyrra á óvart hversu margt þeir áttu sameiginlegt.aðsend Ungliðahreyfing Amnesty International samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-25 ára en þessi viðburður er ætlaður öllum, bæði Íslendingum jafnt sem fólki með erlendan bakgrunn. Það er ókeypis inn á viðburðinn og heitir drykkir í boði fyrir söguboðsgesti. 89.3 milljónir einstaklinga á flótta „Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 20. júní sem alþjóðadag flóttafólks til að heiðra flóttafólks um allan heim. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru nú um 89.3 milljónir einstaklinga á flótta og hefur þeim þá fjölgað um 7.3 milljónir frá síðasta söguboði,“ segir Íris Björk Ágústsdóttir, forseti háskólafélags Amnesty International og nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Íris Björk Ágústsdóttir, forseti háskólafélags Amnesty International.aðsend „Þetta eru dramatískar tölur en Söguboðið snýst hins vegar ekki um að tala um gallað regluverk eða að hlusta bara á sögur flóttafólks, heldur fyrst og fremst að deila hversdagslegum sögum og spyrja um hversdagslega hluti. Stundum er áhersla á það sammannlega besta leiðin til að minna á að mannréttindi eru fyrir okkur öll.“ Viðburðurinn verður frá kl. 17-19 og er aðgangur ókeypis. Mælt er með því að mæta snemma til að ná sæti við borðin þar sem sögunum verður deilt.
Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Sjá meira