Íslenski boltinn

Er­lent lið á höttunum á eftir marka­hæsta manni Bestu deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Ingi gæti verið á förum.
Stefán Ingi gæti verið á förum. Vísir/Hulda Margrét

Ekki er víst að Stefán Ingi Sigurðarson klári tímabilið hér á landi með Íslandsmeisturum Breiðabliks en framherjinn er á óskalista liðs erlendis frá.

Frá þessu er greint á Fótbolti.net. Þar staðfestir Ólafur Kristjánsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki, að tilboð hafi borist í leikmanninn.

„Það er komið tilboð í hann, erum í viðræðum,“ sagði Ólafur í stuttu spjalli við Fótbolti.net. Ekki kemur fram um hvaða lið er að ræða eða frá hvaða landi.

Hinn 22 ára gamli Stefán Ingi hefur skorað 8 mörk í 11 leikjum í Bestu deildinni í sumar og eitt í 3 leikjum í Mjólkurbikarnum. Er hann sem stendur markahæstur í Bestu deildinni ásamt Tryggva Hrafni Haraldssyni, leikmanni Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×