Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 16:00 Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu á síðasta ári. EPA Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum. Loftslagsmál Veður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira
Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Sjá meira