Alþjóðleg samtök skora á ráðherra að stoppa bátana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 10:28 Svandís Svavarsdóttir segir ekki lagaheimild fyrir því að stöðva veiðarnar nú. Dýraverndunarsamtökin Hard to Port og Whale and Dolphin Conservation hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau kalla eftir því að stjórnvöld á Íslandi afturkalli heimild Hvals hf. til hvalveiða og komi í veg fyrir að bátar fyrirtækisins leggi úr höfn á morgun. Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þetta gera samtökin í kjölfar útgáfu álits fagráðs um velferð dýra, sem birt var í gær. Í tilkynningu samtakanna er vísað í álitið, sem byggir á skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðarnar sumarið 2022 og viðtölum við sérfræðinga. Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að veiðar á stórhvelum hér við land samræmdust ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. „Fagráðið er sammála um að mörg þeirra ófrávíkjanlegu skilyrða sem þarf að uppfylla við skotveiðar á villtum spendýrum, er ekki hægt að viðhafa við veiðar á stórhvelum,“ segir í álitinu. Þá kemur fram að hugmyndir Hvals hf. um notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki öruggan og skjótan dauðdaga. Ljóst er að augu margra eru á Íslandi um þessar mundir en búist er við að hvalveiðar hefjist á morgun. Yfir 300 þúsund manns fylgjast með Facebook-síðu WDC og yfir 6.000 Facebook-síðu Hard to Port. Þá hafa Hollywood-stjörnur vakið athygli á undirskriftalistum gegn hvalveiðum Íslendinga og för Paul Watson hingað til lands til að trufla veiðarnar verið ítarlega skrásett á Facebook-síðunni Captain Paul Watson. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ítrekað sagt að ekki sé lagagrunnur til staðar til að afturkalla veiðiheimildir Hvals hf. í sumar, jafnvel þótt skýrsla MAST sé sláandi. Hún segir óvissu um hvort hægt sé að stunda hvalveiðar sem samræmast þeim gildum sem hafi verið lögfest með lögum um velferð dýra. Þess má geta að fulltrúi Bænadsamtaka Íslands í fagráðinu um velferð dýra bókaði sérstaklega að efasemdir væru uppi um hvort hvalir heyrðu undir umrædda löggjöf, þar sem til væru sér lög um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýr Dýraheilbrigði Sjávarútvegur Tengdar fréttir Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent