Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 11:45 Skilaboðin eru skýr: Allt er vænt sem vel er grænt! Getty Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum. Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kemur út í dag en um er að ræða umfangsmesta vísindalega grunn í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði, bæði fyrir heilsu manna og umhverfið. Sérfræðingar skoðuðu meðal annars áhrif fimmtán matvælaflokka og 36 næringarefna á heilsu manna. „Lagt er til mataræði sem að mestu er sótt í jurtaríkið og samanstendur af miklu grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, kartöflum og heilkorni. Mælt er með mikilli neyslu á fiski og hnetum, hóflegri neyslu á mjólkurvörum sem innihalda litla fitu, takmarkaðri neyslu á rauðu og hvítu kjöti og sem minnstri neyslu á unnum kjötvörum, áfengi og unninni matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt og sykur,“ segir í fréttatilkynningu um ráðleggingarnar. Að sögn Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gefur skýrsluna út, verður hún meðal annars lögð til grundvallar þegar yfirvöld á Norðurlöndunum ákveða matseðla skóla, sjúkrahúsa og annarra mötuneyta á vegum hins opinbera. Nokkrar breytingar verða frá fyrri útgáfu, til að mynda á viðmiðunarmörkum níu næringarefna; E-vítamíns, B6-vítamíns, fólats, B12-vítamíns, C-vítamíns, kalsíns, sinks og selens. Fólki er ráðlagt að forðast alfarið neyslu áfengis, takmarka neyslu á rauðu kjöti við 350 grömm á viku af heilsufarsástæðum og enn frekar af umhverfisástæðum. Þá ber að halda neyslu unnina kjötvara í lágmarki og neyta 300 til 450 gramma af fiski á viku. Fólk ætti að borða að minnsta kosti 90 grömm af heilkorni á dag og borða meira af baunum.
Heilbrigðismál Heilsa Matur Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira