Kallað eftir grenndarlögum. Aspir um eru ört vaxandi vandamál. Blessun eða bölvun Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 20. júní 2023 13:01 Um grennd og nábýli. Til Húseigendafélagsins rata grenndarmál í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og gerðum. Allt frá léttum pirringi upp í háalvarleg mál þar sem miklir hagsmunir, fjárhagslegir og mannlegir, eru í húfi. Öll mannleg athafnasemi og brölt getur þróast í ónæði gagnvart nágrönnum. Sem klassíska ónæðisvalda má nefna tos um girðingar, lóðamörk, hávaða og hljóðmengun, loftmengun, vatnsmengun, titring, jarðvegskrið, vatnsaga, lykt, reyk, ljósaáreiti, sjónmengun, ljósmengun, sóðaskap, sorpurðun, byggingaframkvæmdir, uppgröft. Einnig má nefna aspir og annan villtan og trylltan, trjágróður, trambúlín, dýrahald, ærls og ónæði frá skólum, barnaheimilum og leikvöllum, sjónmengun, rassaköst og fyllirí í heitum sukkpottum heilu næturnar og guð má vita hvað fleira. Nábýlisréttur eru þær réttarreglur nefndar sem setja eignarráðum manna yfir fasteignum takmörk af tilliti til annarra fasteigna og þeirra er þar búa eða starfa. Hann byggist ekki á skráðum lögum, heldur á dómafordæmum og fræðikenningum og er einkaréttarlegs eðlis og segir til um rétt húseigenda innbyrðis. Á síðustu áratugum hafa verið settar margar og ítarlegar reglur af toga opinbers réttar á sviðum þar sem nábýlisrétturinn ríkti áður einn. Þjóðfélagið verður sí flóknara og reglukerfi þess að sama skapi. Það kallar á nákvæmar forskriftir, sett lög og skrifaðar reglur. Reglurnar í þessari opinberu löggjöf eru þó ekki grenndarreglur í eiginlegri merkingu. Það eru opinber yfirvöld, sem fara með forræði á því hvernig þeim reglum er framfylgt. Og yfirleitt geta borgarnir ekki borið fyrir sig og byggt á slíkum reglur í ágreiningsmálum sínum. Dómstólar eru óbundnir af því hvernig yfirvöld taka á málum en þó hafa dómstólar tekið mið af þeim reglum og viðmiðunum, sem slík opinber löggjöf hefur að geyma. Hagsmunamat er rauði þráðurinn eða möndullinn sem allt snýst um í grenndarmálum. Vegnir eru saman annars vegar hagsmunir eiganda af því að hafa frelsi til að hagnýta eign sína eins og hann kýs og honum er hagfelldast og hins vegar hagsmunir nágranna af því að hafa frið og næði til að geta notið eignar sinnar með eðlilegum hætti. Ónæði verður að vera viðvarandi að vissu marki. Sé um að tefla einangrað tjónstilvik skemur til kasta skaðabótarreglna, t.d. þegar um er að tefla foktjón frá fasteign og tímabundins ónæðis og hávaða vegna byggingarframkvæmda. Meta þarf hvort hægt sé að stemma stigu við óþægindunum eða draga úr þeim. Meginreglan er að eigandi þarf ekki að taka tillit viðkvæmi nágranna eða eignar hans gagnvart tilteknum óþægindum. Meginreglan er sem sagt sú, að menn þurfi ekki að hlíta því, að nágrannaeignir séu hagnýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óhæfilegur bagi og verður að taka tillit til allra aðstæðna og staðhátta. Það er ljóst að menn verða að sætta sig við óþægindi í þéttbýli og að vissu marki frá nágrannaeign. Það er hins vegar álitamál hvenær komið er út fyrir þau mörk. Mörkin milli athafnafrelsis eins og friðar og næðisréttar annars eru hárfín. Þegar metið er hvort athafnir fasteignareiganda séu leyfilegar eða gangi um of á rétt granna er byggt á hagsmunamati. Annars vegar er hagnýtingarréttur þ.e. réttur granna til að nýta eign sína á þann veg sem honum er hagfelldast og hugnast best. Hins vegar er réttur granna til að nýta sínar eignir í friði og án truflunar og óþæginda umfram það sem óhjákvæmilegt, venjulegt og eðlilegt er. Í grenndarrétti er orðið nágranni notað í rýmri merkingu en samkvæmt almennri málvenju. Nágranni er ekki bara eigandi aðliggjandi eignar. Sameiginleg lóðarmörk eða merki eru ekki skilyrðið. Nábýlisreglur geta tekið til eigna sem liggja fjarri hvor annarri. Það er frekar ónæðið eðli þess og stig sem afgerandi er fremur en fjarlægðin. Það hafa gengið eitthvað um 50 hæstaréttardómar þar sem reynt hefur á reglur nábýlisréttar og grenndarsjónarmið. Fordæmisgildi þeirra er mjög mismunandi enda er nábýlisrétturinn kvikur og breytilegur eftir tíðaranda og samfélagsháttum. Þótt dómar í grenndarmálum séu tiltölulega fáir þá þýðir það alls ekki að um þýðingarlítið réttarsvið sé að ræða. Þvert á móti, það reynir mikið og oft á grenndarreglur. Menn eru að tosast á um þær sí og æ og út um borg og bí. Hagsmunamatið, þ.e. athafnafrelsi eins andspænis friði annars, er alltaf í gangi. Málin rata hins vega sjaldan á vit dómstóla. Menn láta kyrrt liggja og bera harm sinn í hljóði en ágreiningurinn og reiðin kraumar undir og eitrar samskiptin og brýst svo út í einhverju öðru. Hér á landi skortir sem sagt bagalega almenna löggjöf um grennd og nábýli. Með skýrri og ítarlegri löggjöf um grennd og nábýli má gera réttarstöðu fasteignaeigenda gegnsærri, betri og öruggari. Með því fækkar deilumálum. Aspir Allmörg mál og fyrirspurnir berast Húseigendafélaginu vegna aspa og vandræða sem af þeim stafa. Þessi mál eru oft illvíg, hatrömm og erfið. Miklar tilfinningar ólga í kring um aspirnar. Aspir eru með sanni ört vaxandivandamál og reynir varðandi þær á óskráðar nábýlistéttar eða grenndarréttar. Það er gömul saga og ný að hávaxin tré í görðum geta verið einum til yndis en öðrum til baga. Það er nefnilega ekki er alt vænt sem vel er grænt. Mikil tré geta dagsljósi í dimmu breytt. Það eru aðallega aspir sem eru til vandræða. Aspir eru fögur og tíguleg tré það verður ekki frá þeim tekið. Þær eru til gagns og prýði þar sem þær eiga við og fá að njóta sín. Þær eiga hins vegar alls ekki heima í þröngum húsagörðum og á lóðamörkum eins og limgerði. Þar eru þær oft skaðræði. Það dettur fáum í huga að troða górillu í hamstursbúr. Aspir eiga það sem þær eiga og geta bæði verið til blessunar og bölvunar. Þær eru fráleitt óhræsi eða illar í eðli sínu. Þær vera þá fyrst til vandræða þegar þeim er plantað þar sem þær eiga ekki heima. Þá er við menn en ekki aspir að sakast. Þær eru óhemju duglegar og vaxa hratt í allar áttir en mest þó neðanjarðar. Rótarkerfi þeirra er með eindæmum öflugt. Þær byrgja nágrönnum birtu og sýn og vega líka að þeim úr launsátri, þ.e. með rótum sínum neðanjarðar sem skemma stéttar, malbik og frárennslislagnir og jafnvel húsin sjálf. Þær rispa bíla í innkeyrslum grannans og fara ekki í bílgreinarálit. Gera engan bílamun á demantssvörtum og Range Rover og ryðskjóttri kjagaðri Lödu Fólki þykir undur vænt um aspirnar sínar. Þær eru oft það eina sem dafnað og vaxið hefur í þess garði. Aspirnar hafa stundum stöðu fjölskyldumeðlima. Miklar tilfinningar eru í spilinu og deilur vegna aspa verða því oft mjög hatrammar og öfgafullar. Í sumum lögnum hafa aspir verið bannaðar í húsagörðum og þéttbýli. Hvergi nema hér eru þær notaðar í limgerði og jafnvel hrúgað í tugatali í litla húsagarða. Þar eru þær skaðræði en þær eru til gagns og prýði þar sem þær eiga við og hafa vaxtarrými. Asparmál hafa komið til kasta dómstóla og hafa aspareigendur verið dæmdir til að fella þær eða hluta af þeim. Hefur hagsmunamati verið beitt. Gagn og ánægja eins er vegin á móti ama og óþægindum granna. Í einu máli t.d. var aspareigandi í Kópavogi dæmdur til að fella 16 aspir sem ollu usla á aðlægri eign. Í þessum húsum bjuggu hlið við hlið aldavinir í 40 ár en svo mikla heift leystu aspirnar úr læðingi að þær eyðilögðu vinskap þeirra. Í Mosfellsbæ risu harðvítugar deilur vegna aspa þar sem 57 aspir voru á einni lóð, í einum og sama húsagarðinum. Þær voru grönnum til mikils ama og óþægindum en eigandinn vill ekki hrófla við þeim. Þar ríkti stríðsástand. í heitum asparmálum er oft spurt hvort heimilt sé að grípa sjálfur til sinna ráða og aðgerða. Fella þær eða koma þeim fyrir kattarnef með öðrum hætti. Svarið er nei! Telji menn rétt á sér brotinn ber þeim að snúa sér til réttra yfirvalda og grípa til þeirra lagalegu úrræða sem í lög eru skrifuð og fara í hvívetna eftir forskriftum laga í því efni. Þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur m eð því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálfir. Að lokum er spök og lýsandi vísa eftir Guðmund Arnfinnsson: Nóg er af nöldri og nagiUm nágrannans, gerðir og hagi,Það er óþarfa puðÞetta eilífa suð,Þegar allt er í stakasta lagi. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Garðyrkja Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um grennd og nábýli. Til Húseigendafélagsins rata grenndarmál í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og gerðum. Allt frá léttum pirringi upp í háalvarleg mál þar sem miklir hagsmunir, fjárhagslegir og mannlegir, eru í húfi. Öll mannleg athafnasemi og brölt getur þróast í ónæði gagnvart nágrönnum. Sem klassíska ónæðisvalda má nefna tos um girðingar, lóðamörk, hávaða og hljóðmengun, loftmengun, vatnsmengun, titring, jarðvegskrið, vatnsaga, lykt, reyk, ljósaáreiti, sjónmengun, ljósmengun, sóðaskap, sorpurðun, byggingaframkvæmdir, uppgröft. Einnig má nefna aspir og annan villtan og trylltan, trjágróður, trambúlín, dýrahald, ærls og ónæði frá skólum, barnaheimilum og leikvöllum, sjónmengun, rassaköst og fyllirí í heitum sukkpottum heilu næturnar og guð má vita hvað fleira. Nábýlisréttur eru þær réttarreglur nefndar sem setja eignarráðum manna yfir fasteignum takmörk af tilliti til annarra fasteigna og þeirra er þar búa eða starfa. Hann byggist ekki á skráðum lögum, heldur á dómafordæmum og fræðikenningum og er einkaréttarlegs eðlis og segir til um rétt húseigenda innbyrðis. Á síðustu áratugum hafa verið settar margar og ítarlegar reglur af toga opinbers réttar á sviðum þar sem nábýlisrétturinn ríkti áður einn. Þjóðfélagið verður sí flóknara og reglukerfi þess að sama skapi. Það kallar á nákvæmar forskriftir, sett lög og skrifaðar reglur. Reglurnar í þessari opinberu löggjöf eru þó ekki grenndarreglur í eiginlegri merkingu. Það eru opinber yfirvöld, sem fara með forræði á því hvernig þeim reglum er framfylgt. Og yfirleitt geta borgarnir ekki borið fyrir sig og byggt á slíkum reglur í ágreiningsmálum sínum. Dómstólar eru óbundnir af því hvernig yfirvöld taka á málum en þó hafa dómstólar tekið mið af þeim reglum og viðmiðunum, sem slík opinber löggjöf hefur að geyma. Hagsmunamat er rauði þráðurinn eða möndullinn sem allt snýst um í grenndarmálum. Vegnir eru saman annars vegar hagsmunir eiganda af því að hafa frelsi til að hagnýta eign sína eins og hann kýs og honum er hagfelldast og hins vegar hagsmunir nágranna af því að hafa frið og næði til að geta notið eignar sinnar með eðlilegum hætti. Ónæði verður að vera viðvarandi að vissu marki. Sé um að tefla einangrað tjónstilvik skemur til kasta skaðabótarreglna, t.d. þegar um er að tefla foktjón frá fasteign og tímabundins ónæðis og hávaða vegna byggingarframkvæmda. Meta þarf hvort hægt sé að stemma stigu við óþægindunum eða draga úr þeim. Meginreglan er að eigandi þarf ekki að taka tillit viðkvæmi nágranna eða eignar hans gagnvart tilteknum óþægindum. Meginreglan er sem sagt sú, að menn þurfi ekki að hlíta því, að nágrannaeignir séu hagnýttar þannig að þeim sé óhæfilegur bagi af. Það er hins vegar matsatriði hvað er óhæfilegur bagi og verður að taka tillit til allra aðstæðna og staðhátta. Það er ljóst að menn verða að sætta sig við óþægindi í þéttbýli og að vissu marki frá nágrannaeign. Það er hins vegar álitamál hvenær komið er út fyrir þau mörk. Mörkin milli athafnafrelsis eins og friðar og næðisréttar annars eru hárfín. Þegar metið er hvort athafnir fasteignareiganda séu leyfilegar eða gangi um of á rétt granna er byggt á hagsmunamati. Annars vegar er hagnýtingarréttur þ.e. réttur granna til að nýta eign sína á þann veg sem honum er hagfelldast og hugnast best. Hins vegar er réttur granna til að nýta sínar eignir í friði og án truflunar og óþæginda umfram það sem óhjákvæmilegt, venjulegt og eðlilegt er. Í grenndarrétti er orðið nágranni notað í rýmri merkingu en samkvæmt almennri málvenju. Nágranni er ekki bara eigandi aðliggjandi eignar. Sameiginleg lóðarmörk eða merki eru ekki skilyrðið. Nábýlisreglur geta tekið til eigna sem liggja fjarri hvor annarri. Það er frekar ónæðið eðli þess og stig sem afgerandi er fremur en fjarlægðin. Það hafa gengið eitthvað um 50 hæstaréttardómar þar sem reynt hefur á reglur nábýlisréttar og grenndarsjónarmið. Fordæmisgildi þeirra er mjög mismunandi enda er nábýlisrétturinn kvikur og breytilegur eftir tíðaranda og samfélagsháttum. Þótt dómar í grenndarmálum séu tiltölulega fáir þá þýðir það alls ekki að um þýðingarlítið réttarsvið sé að ræða. Þvert á móti, það reynir mikið og oft á grenndarreglur. Menn eru að tosast á um þær sí og æ og út um borg og bí. Hagsmunamatið, þ.e. athafnafrelsi eins andspænis friði annars, er alltaf í gangi. Málin rata hins vega sjaldan á vit dómstóla. Menn láta kyrrt liggja og bera harm sinn í hljóði en ágreiningurinn og reiðin kraumar undir og eitrar samskiptin og brýst svo út í einhverju öðru. Hér á landi skortir sem sagt bagalega almenna löggjöf um grennd og nábýli. Með skýrri og ítarlegri löggjöf um grennd og nábýli má gera réttarstöðu fasteignaeigenda gegnsærri, betri og öruggari. Með því fækkar deilumálum. Aspir Allmörg mál og fyrirspurnir berast Húseigendafélaginu vegna aspa og vandræða sem af þeim stafa. Þessi mál eru oft illvíg, hatrömm og erfið. Miklar tilfinningar ólga í kring um aspirnar. Aspir eru með sanni ört vaxandivandamál og reynir varðandi þær á óskráðar nábýlistéttar eða grenndarréttar. Það er gömul saga og ný að hávaxin tré í görðum geta verið einum til yndis en öðrum til baga. Það er nefnilega ekki er alt vænt sem vel er grænt. Mikil tré geta dagsljósi í dimmu breytt. Það eru aðallega aspir sem eru til vandræða. Aspir eru fögur og tíguleg tré það verður ekki frá þeim tekið. Þær eru til gagns og prýði þar sem þær eiga við og fá að njóta sín. Þær eiga hins vegar alls ekki heima í þröngum húsagörðum og á lóðamörkum eins og limgerði. Þar eru þær oft skaðræði. Það dettur fáum í huga að troða górillu í hamstursbúr. Aspir eiga það sem þær eiga og geta bæði verið til blessunar og bölvunar. Þær eru fráleitt óhræsi eða illar í eðli sínu. Þær vera þá fyrst til vandræða þegar þeim er plantað þar sem þær eiga ekki heima. Þá er við menn en ekki aspir að sakast. Þær eru óhemju duglegar og vaxa hratt í allar áttir en mest þó neðanjarðar. Rótarkerfi þeirra er með eindæmum öflugt. Þær byrgja nágrönnum birtu og sýn og vega líka að þeim úr launsátri, þ.e. með rótum sínum neðanjarðar sem skemma stéttar, malbik og frárennslislagnir og jafnvel húsin sjálf. Þær rispa bíla í innkeyrslum grannans og fara ekki í bílgreinarálit. Gera engan bílamun á demantssvörtum og Range Rover og ryðskjóttri kjagaðri Lödu Fólki þykir undur vænt um aspirnar sínar. Þær eru oft það eina sem dafnað og vaxið hefur í þess garði. Aspirnar hafa stundum stöðu fjölskyldumeðlima. Miklar tilfinningar eru í spilinu og deilur vegna aspa verða því oft mjög hatrammar og öfgafullar. Í sumum lögnum hafa aspir verið bannaðar í húsagörðum og þéttbýli. Hvergi nema hér eru þær notaðar í limgerði og jafnvel hrúgað í tugatali í litla húsagarða. Þar eru þær skaðræði en þær eru til gagns og prýði þar sem þær eiga við og hafa vaxtarrými. Asparmál hafa komið til kasta dómstóla og hafa aspareigendur verið dæmdir til að fella þær eða hluta af þeim. Hefur hagsmunamati verið beitt. Gagn og ánægja eins er vegin á móti ama og óþægindum granna. Í einu máli t.d. var aspareigandi í Kópavogi dæmdur til að fella 16 aspir sem ollu usla á aðlægri eign. Í þessum húsum bjuggu hlið við hlið aldavinir í 40 ár en svo mikla heift leystu aspirnar úr læðingi að þær eyðilögðu vinskap þeirra. Í Mosfellsbæ risu harðvítugar deilur vegna aspa þar sem 57 aspir voru á einni lóð, í einum og sama húsagarðinum. Þær voru grönnum til mikils ama og óþægindum en eigandinn vill ekki hrófla við þeim. Þar ríkti stríðsástand. í heitum asparmálum er oft spurt hvort heimilt sé að grípa sjálfur til sinna ráða og aðgerða. Fella þær eða koma þeim fyrir kattarnef með öðrum hætti. Svarið er nei! Telji menn rétt á sér brotinn ber þeim að snúa sér til réttra yfirvalda og grípa til þeirra lagalegu úrræða sem í lög eru skrifuð og fara í hvívetna eftir forskriftum laga í því efni. Þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur m eð því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálfir. Að lokum er spök og lýsandi vísa eftir Guðmund Arnfinnsson: Nóg er af nöldri og nagiUm nágrannans, gerðir og hagi,Það er óþarfa puðÞetta eilífa suð,Þegar allt er í stakasta lagi. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun