Nágrannadeilur

Fréttamynd

Hart tekist á um neta­veiði í Ölfus­á

Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fallist á að dyra­bjallan sé að fylgjast með ná­grannanum

Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið.

Innlent
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Allt í háa­loft vegna blómakerja og tunnuskýlis

Kona hefur fengið álit Kærunefndar húsamála vegna tveggja stórra blómakerja og ruslatunnuskýlis sem nágrannar hennar settu upp. Nágrannarnir höfðu kært konuna til lögreglu eftir að hún færði blómakerin.

Innlent
Fréttamynd

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Innlent
Fréttamynd

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum í villta vestrinu“

Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs.

Innlent
Fréttamynd

Bann við reykingum í fjöl­eignar­húsum?

Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka.

Skoðun
Fréttamynd

Bændahjón ótta­slegin vegna erja: „Hann á eftir að drepa okkur“

Bændahjón úr Kjós segjast hafa óttast um líf sitt og fjölskyldu sinnar vegna nágranna sem er ákærður fyrir að aka bíl á ógnandi hátt að þeim, elt þau um tíu kílómetra vegarkafla í Hvalfirði og reynt að þvinga þau af veginum. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað á júníkvöldi árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn

Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Lausa­göngu­fé ærir íbúa Vest­manna­eyja sem ætluðu að njóta efri áranna

Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram.

Innlent
Fréttamynd

Að mála skrattann á vegginn

Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð?

Skoðun
Fréttamynd

Garð­sláttur: Að vera eða ekki vera grasa­sni

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti íbúa vildi 300 milljóna fram­kvæmdina

Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund.

Innlent