Fötluð ungmenni og tækifærin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. júní 2023 11:01 Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun