Gengur hægar en vonast var eftir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 14:41 Úkraínskir hermenn í Saporijía gera við Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira