Innlent

Skyndi­legt bann ekki góð stjórn­sýsla að sögn bæjar­stjórnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur lagt bann á hvalveiðar út sumarið.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur lagt bann á hvalveiðar út sumarið. Vísir/Egill

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 

Í tilkynningu frá bæjarstjórninni segir um nýlegt hvalveiðibann að vinnubrögð Svandísar sé ekki góð stjórnsýsla og ekki einkennast af meðalhófi. Að rannsaka forsendur hvalveiðibanns eftir að það sé sett á sé ekki góð stjórnsýsla.

Þá segir að álit fagráðs um vernd dýra geti ekki eitt og séð dugað til að rökstyðja ákvörðun Svandísar.

Að auki kemur fram að bannið hafi komið flatt upp á íbúa Akraness og margir þeirra standi frammi fyrir tekju- og atvinnumissi. Bannið hafi að auki bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins og í leið möguleika þess til að fjármagna þjónustu, en tapaðar útsvarstekjur eru áætlaðar að hlaupa á tugum milljóna.


Tengdar fréttir

Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið.

Stjórnin gæti haltrað á­fram í ást­lausu hjóna­bandi

Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×