Íslenski boltinn

Stefán Ingi á leið til Belgíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Ingi fagnar hér einu af 8 mörkum sínum í Bestu deildinni.
Stefán Ingi fagnar hér einu af 8 mörkum sínum í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks og annar af tveimur markahæstu leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu, er á leið til Belgíu.

Frá þessu greinir Fótbolti.net. Þar segir að B-deildarlið Patro Eisden sé að reyna festa kaup á framherjanum knáa. Einnig kemur þar fram að viðræður gangi vel og allt stefni í að Stefán Ingi flytji búferlum fyrr heldur en síðar.

Stefán Ingi er sem stendur markahæstur í Bestu deildinni ásamt Tryggva Hrafni Haraldssyni, leikmanni Vals. Báðir hafa skorað 8 mörk. Einnig hefur Stefán Ingi skorað eitt mark í Mjólkurbikarnm.

Patro Eisden er nýliði í Belgísku B-deildinni eftir sigur í C-deildinni á síðasta ári. Í frétt Fótbolta.net kemur fram að eigendur félagsins sé Common Group frá Bandaríkjunum. Eigendurnir eiga einnig hollenska úrvalsdeildarfélagið Vitesse og svo Leyton Orient á Englandi.

Stefán Ingi yrði þriðji Íslendingurinn í B-deildinni í Belgíu. Nökkvi Þeyr Þórisson spilar með Beerschot og Kolbeinn Þórðarson með Lommel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×