Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. júní 2023 12:51 Slysið átti sér stað um morguninn 10. nóvember 2021, á hjólastíg sem liggur meðfram Sæbraut. vísir/vilhelm Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst. Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um banaslys sem varð á hjólastíg meðfram Sæbraut 10. nóvember 2021. 56 ára karlmaður, ökumaður rafhlaupahjóls, lést í slysinu eftir að hafa hlotið háorkuáverka, líkt og í alvarlegu bílslysi. Ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega og kvaðst ekki muna eftir slysinu. Slysið átti sér stað að morgni þegar ökumaður rafhlaupahjólsins var á leið austur en ökumaður létta bifhjólsins var á leið vestur sama hjólastíg. Myrkur var þennan morguninn og yfirborð stígsins blautt en hálkulaust. „Áreksturinn var harður og bæði hjólin skemmdust mikið. Brak úr þeim dreifðist um svæðið. Engin vitni voru að slysinu,“ segir í skýrslunni. Sennilegt er talið að rafhlaupahjólið hafi stöðvast alveg og jafnvel kastast til baka við áreksturinn, í ljósi þess að bifhjólið var 45 kg þyngra en hlaupahjólið. Hraði upp á 51 km/klst Rafhlaupahjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis og gaf söluaðili upp 25 km/klst hámarkshraða en samkvæmt upplýsingum framleiðanda er mögulegur hámarkshraði 60 km/klst. Samkvæmt umferðarlögum fellur hjólið undir flokk hjóla hverra hámarkshraði er 25 km/klst. Rafhlaupagjólið var af gerðinni Kaabu Electric Scooter Mantis 10. Í skýrslunni segir að tengi á rafmagnsvír, sem stjórnar takmörkun á hraða hjólsins, hafi ekki verið tengt og ósennilegt er talið að það hafi aftengst í slysinu. Við hraðaprófun á rafhlaupahjólinu mældist mesti hraði 51,2 km/klst. Smellitengi sem stjórnar takmörkun á hraða rafhlaupahjólsins var ekki tengt.rannsóknarnefnd samgönguslysa Leggja til að aftenging hraðatakmarkara verði bönnuð Leyfilegur hámarskhraði létta bifhjólsins er 45 km/klst og er óheimilt að aka þeim á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Ekki var unnt að meta að fullu hraða ökutækjanna við áreksturinn. Skemmdir á hjólunum, mat á áverkum ökumanna, sérstaklega á hinum látna, sem og niðurstöður rannsókna á mögulegum hámarkshraða bentu þó til þess að um talsverðan samanlagðan hraða hjólanna hafi verið að ræða. Í skýrslunni eru gerðar tillögur um endurskoðun umferðarlaga. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Innviðaráðuneytis að stuðla að skjótri meðferð lagabreytinga á umferðarlögum sem snúa að bættu öryggi smáfarartækja í umferðinni,“ segir í skýrslunni og vísað til löggjafar Norðmanna sem sé framsækin á þessu sviði. Skýra þurfi kröfur til smáfarartækja og kveða sérstaklega á um þau í umferðarlögum. Þá verði að banna að aftengja hraðatakmarkara þannig að mögulegur hámarskhraði verði meiri en 25 km/klst.
Samgönguslys Rafhlaupahjól Samgöngur Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. 29. apríl 2023 13:35