Erlent

Góð­gerðar­sund­kappi týndur í Ermar­sundi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ermarsundið er um 34 kílómetra langt. 
Ermarsundið er um 34 kílómetra langt.  EPA

Herþyrlur og bátar sjóhersins í Frakklandi leita nú slökkviliðsmannsins Iain Hughes, en tilkynnt var í fyrradag um að sundkappinn hafði týnst þegar hann gerði atlögu að Ermarsundinu. 

Slökkvilið Vestur-Miðhéraðanna í Bretlandi staðfesti í tilkynningu hvarf Hughes. 

Hughes er tveggja barna faðir og hefur unnið hjá slökkviliðinu frá því að hann var nítján ára. Markmið hans með sundinu var að safna rúmum þremur og hálfri milljón fyrir góðgerðasamtökin British Heart Foundation. 

Ermarsundsleiðin spannar 34 kílómetra. Samkvæmt BBC tekur sundfólk á bilinu sjö til tuttugu og sjö klukkustundir að synda leiðina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×