Neistinn er kveiktur! Íris Róbertsdóttir skrifar 22. júní 2023 13:01 Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að upphafsmarkmiðin með rannsókar-og þróunarverkefninu „Kveikjum neistann!“ hér í Eyjum hafa náðst. Takmarkið var að eftir 2. bekk væru 80% nemenda læs og niðurstaðan varð að 83% nemenda teljast læs samkvæmt því mati sem lagt var fyrir. Í gær birtist síðan samantekt á niðurstöðum frá 20 þátttökuskólum um allt land, sem náði til um 500 nemenda. Þar var niðurstaðan að 53% nemenda við lok 2. bekkjar teljast læs samkvæmt þessum sömu viðmiðum. Við erum sem sagt að ná frábærum árangri! Stöðumat í lestri er notað frá fyrsta mánuði í skólanum, sem tryggir góða eftirfylgni. Þess er vandlega gætt að áskorun hvers nemenda sé í samræmi við færni hans, sem er grundvallaratriði. Upplifun og líðan nemenda í skólanum hefur mikil áhrif á árangur og tækfæri þeirra til að blómstra. Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja í tvö ár. Verkefnið er með heildstæða nálgun á skólastarfið og byggir á vísindalegum niðurstöðum helstu fræðimanna á þessu sviði. Yfirmarkmið verkefnis er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt nemenda. Sem þýðir að gefa nemendum jöfn tækfæri og mæta þeim þar sem þeir eru staddir svo að þeir vaxi og dafni í námi. Kveikjum neistann er verkefni sem stýrt er af Hermundi Sigmundssyni, hann kom með það til Vestmannaeyjabæjar árið 2021 og í framhaldinu var gerður samstarfsamningur um rannsóknar- og þróunarverkefnið milli Vestmannaeyjabæjar, Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytisins. Tækifæri til að „vera“ breytingin Þótt margt sé jákvætt í íslenskum skólum má alltaf gera betur. Það vantar fleiri tól og tæki fyrir skóla og kennara til að vinna með. Kveikjum neistann er leið til þess að gera betur án þess að segja að allt annað sé ómögulegt. Ef skólinn getur unnið í því að skapa öllum nemendum aðstæður til að efla grunnfærni og bæta líðan þeirra, gefum við mun fleirum tækfæri til þess að nýta sína styrkleika. Það mun einnig hafa jákvæða fjárhagslega hvata á seinni skólastigum hvað varðar kostnað við sérúrræði. Ef hægt er að lyfta öllum þá skilar það sér margfalt til baka til nemenda og samfélagsins alls. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sveitarfélög að skapa umgjörð fyrir þróun á skólastarfi hjá sínum skólum og starfsfólki þeirra. Einnig að virkja samfélagið með. Menntun barna á öllum skólastigum er jú sameiginlegt verkefni okkar allra. Mikilvægt er að kennaranámið fylgi með í þessari þróun til að búa kennaranema enn betur undir þær skemmtilegu, krefjandi og gefandi áskoranir sem felast í kennarastarfinu. Undirbúningsvinnan fyrir verkefnið tók um hálft ár áður en verkefnið sjálft hófst haustið 2021. Náin samvinna var við skólastjórnendur, kennara og pólitíkina við undirbúninginn enda ekki hægt að fara af stað í svo viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni án þess. Nú er komin tveggja ára reynsla á verkefnið. Það hafa verið margar áskoranir fyrir þá sem hafa unnið að verkefninu. Það er stoltur bæjarstjóri sem getur sagt að árangur er framar björtustu vonum. Yfirmarkmiðið var að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt. Eftir þessi tvö ár er óhætt að segja að það hafi tekist með tilstilli og mikilli vinnu margra aðila. Árangurinn í lestri er frábær og framar mínum björtustu vonum. Samfélagið er mjög jákvætt gagnvart verkefninu og kemur það fram með margvíslegum hætti. Bókasafn Vestmannaeyja hefur verið virkur þátttakandi ásamt skólasöfnunum og hefur það stækkað verkefnið. Kennararnir sem eru í verkefninu hafa staðið sig frábærlega og það smitast út í samfélagið og til foreldra og nemenda. „Af litlum neista verður oft mikið bál“ Ég get ekki verið annað en ánægð fyrir hönd Vestmanneyjabæjar, Grunnskóla Vestmannaeyja, foreldra, nemenda og síðast en ekki síst kennaranna sem eru þátttakendur í verkefninu með þessi fyrstu ár og árangurinn. Hermundur og hans fólk ásamt samstarfsaðilum eru að gera góð hluti og samfélagið hrífst með. Við hér í Eyjum erum stolt af verkefninu og að hafa verið fyrst sveitarfélaga til að taka þátt. Við erum að ná árangri. Nú horfum við fram á veginn og höldum áfram að þróa og bæta okkar góðu skóla okkur öllum til hagsbóta! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun