Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 12:41 Mikill hiti hefur verið í málinu og hvöss orð látin falla. EPA Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu. Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Máli Örnu Rúnarsdóttur og Rúnu Helgadóttur gegn HRFÍ hefur í tvígang verið vísað frá héraðsdómi áður. Auður Björg Jónsdóttir, nýr lögmaður mæðgnanna, segir helstu breytinguna lúta að aðild málsins. Áður hafði stjórnarmönnum HRFÍ verið stefnt en félaginu til vara en nú er aðeins félaginu stefnt. „Málið snýst eftir sem áður um þennan úrskurð siðanefndar HRFÍ. Þar sem mæðgunum var vísað úr félaginu í fimmtán ár,“ segir Auður. Ærumeiðingar og kosningasvindl Úrskurðurinn sem Auður nefnir féll þann 25. janúar árið 2022 og laut að sex meintum brotum. Þau voru eftirfarandi: 1. Að hafa vísvitandi skráð ranga ræktunartík á allt að þrjú pörunarvottorð við ættbókarskráningu. 2. Að mæta ekki með hunda í lífssýnatöku til sönnunar á ætterni. 3. Að neita að svara fyrirspurnum framkvæmdastjóra HRFÍ. 4. Að hafa beitt fölsun og kosningasvindli í Schäfer-deild HRFÍ með því að tilkynna eigendaskipti á dauðri tík. 5. Að hafa uppi meiðyrði gagnvart framkvæmdastjóra HRFÍ í tölvupósti. 6. Að hafa ætlað að para undaneldishund við tík sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Voru mæðgurnar áminntar, vísað úr HRFÍ í fimmtán ár, útilokaðar frá öllu starfi og rétti til að fá ættbókarskírteini og sviptar ræktunarnafninu Gjósku. Mæðgurnar gáfu út yfirlýsingu á sínum tíma þar sem ásökununum var hafnað. Allt hafi verið fært rétt til bókar og breyting á DNA í einu goti sé eðlileg þróun tegundar. Var nefndin sökuð um hroka, yfirgang og dónaskap. „Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og geri þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ sagði í yfirlýsingunni. Mikill hiti í málinu Hitinn var ekki minni þegar málið var komið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma. Í meðferð frávísunarmáls í október síðastliðnum fóru hvöss ummæli á milli lögmanna. Sagði Jón Egilsson, þáverandi lögmaður mæðgnanna, Örnu gæti ekki stundað atvinnu sína í dag því ræktendur þyrftu að vera meðlimir í HRFÍ til að geta tekið þátt í sýningum. Bæði æran og fjármunir væru undir í málinu. Jónas Friðrik segir að HRFÍ geri ekki frávísunarkröfu í þetta skiptið.Vísir/Vilhelm „Stefndu fóru í fjölmiðla og sögðu mæðgurnar mestu svindlara í hundarækt á Íslandi,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir málinu öllu væri að mæðgurnar hefðu „komist upp á kant við liðið“ eftir að þær hefðu fundið að því að ræktendur tengdir stjórninni væru að klippa rófur af hundum til fegrunar. „Fullyrðingar, fullyrðingar og fullyrðingar en engin gögn sem styðja þær,“ sagði Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður HRFÍ sem sagði slíka ágalla á málatilbúnaðinum að það væri ódómtækt. Á það féllst héraðsdómur í úrskurði í nóvember. Engar bótakröfur Jónas segir nú að ekki sé gerð frávísunarkrafa í málinu. „Málatilbúnaðurinn er ekki stórgallaður eins og áður,“ segir hann. Hann segir að HRFÍ krefjist sýknu í málinu. Auður segir mæðgurnar vilja komast aftur inn í félagið en engar bótakröfur séu gerðar í málinu.Vísir/Sigurjón Á morgun fer fram þinghald í málinu þar sem tekist verður um hvort taka megi skýrslu af ákveðnum vitnum. Þá verður einnig fundinn tími fyrir aðalmeðferð. „Krafan er sú að þessi úrskurður verði ógildur,“ segir Auður. „En til vara að þessi viðurlög verði milduð því þau eru í engu samræmi við það sem verið hefur.“ Ekki eru gerðar neinar bótakröfur í málinu.
Dýr Dómsmál Hundar Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19