Segja Rússa ætla sér „hryðjuverk“ í kjarnorkuverinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 14:52 Vatn úr uppistöðulóni Kahkovka-stíflunnar er notað til að kæla kjarnakljúfa Saporisjía-orkuversins. Lítið vatn er í lóninu eftir að stíflan var sprengd og Úkraínumenn segja Rússa ætla að fremja „hryðjuverk“. EPA/SERGEI ILNITSKY Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði við því í morgun að Rússar ætluðu sér að fremja skemmdarverk á Saporisjía kjarnorkuverinu. Leyniþjónusta Úkraínu hefði komist á snoðir um að Rússar ætluðu sér að hleypa geislavirkum efnum frá kjarnorkuverinu. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þetta sagði forsetinn í ávarpi sem birt var í morgun og sagði hann að upplýsingum um þetta „hryðjuverk“ hefði verið deilt með bandamönnum Úkraínu. „Því miður, þarf ég að minna fólk aftur á að geislavirkni þekkir ekki landamæri ríkja. Hverjir verða fyrir henni byggir eingöngu á vindáttinni,“ sagði Selenskí. We have just had a report from our intelligence and the Security Service of .Intelligence has received information that Russia is considering a scenario of a terrorist attack on the Zaporizhzhia nuclear power plant. A terrorist attack with radiation leakage. They have prepared pic.twitter.com/WK6qM090Ru— (@ZelenskyyUa) June 22, 2023 Rússar hafa stjórnað kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að Selenskí væri að ljúga. Rússar hafa reglulega sakað Úkraínumenn um að gera árásir á kjarnorkuverið en Rússar hafa sömuleiðis verið sakaðir um að staðsetja þar stórskotaliðsvopn. Reuters segir allar tilraunir til að skapa einhverskonar friðarsvæði í kringum orkuverið hafa misheppnast. Varaði við sprengjum í vatnsbólinu Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, hélt því fram fyrr í vikunni að Rússar hefðu komið sprengjum fyrir í vatnsbóli kjarnorkuversins, þar sem vatn er geymt sem notað er til að kæla kjarnakljúfa orkuversins. Starfsmenn kjarnorkuversins hafa um árabil dælt vatni úr stöðulóni Kakhokva-stíflunnar. Því var hætt eftir að stíflan, sem hefur einnig verið undir stjórn Rússa frá því innrásin hófst, var sprengd. Vísbendingar benda til þess að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í grunni stíflunnar og sprengt hana í loft upp. Sjá einnig: „Það er enn engin hjálp“ Síðan þá hefur verið notast við vatn úr eigin vatnsbóli kjarnorkuversins en það á að duga í einhverja mánuði. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin tilkynnti í dag að til stæði að byrja aftur að dæla vatni úr uppistöðulóninu, eða því sem eftir væri af því. Starfsmenn stofnunarinnar segja að hægt sé að dæla vatni úr uppistöðulóninu og þannig er hægt að komast hjá því að nota vatnsbólið. Í áðurnefndu ávarpi sagði Selenskí að heimurinn hefði einnig verið varaður við því að Rússar hefðu komið fyrir sprengjum í Kakhovka-stíflunni. Í þetta sinn þyrfti heimurinn að bregðast við.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 „Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30 Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06
„Til fjandans með þá“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland. 16. júní 2023 22:30
Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. 16. júní 2023 14:59