Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 07:45 Eins og sjá má er grjóthrúgan ofan í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. „Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR. Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
„Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR.
Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira