Umfjöllun og viðtöl HK - Breiðablik 5-2 | Ótrúlegur sigur HK í Kópavogsslagnum Kári Mímisson skrifar 23. júní 2023 21:15 Örvar Eggertsson og Atli Hrafn Andrason voru báðir á skotskónum. Vísir/Anton Brink HK skellti grönnum sínum í Breiðablik í leiknum sem stundum er kallaður Baráttan um Kópavog. HK sigraði afar sannfærandi 5-2 sigur í frábærum leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var snemma ljóst að Blikar myndu stýra leiknum á meðan HK myndi verjast aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Það var á 26. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar Örvar Eggertsson kom heimamönnum yfir eftir frábæra aukaspyrnu frá Ívari Erni Jónssyni. Boltinn sveif langt inn á teiginn þar sem hann hrekkur af Höskuldi Gunnlaugssyni og þaðan beint í lappirnar á Örvari sem átti ekki í miklum vandræðum með að setja boltann í netið. HK komnir yfir eftir aukaspyrnu og auðvitað er það Örvar sem skorar! HK 1 - 0 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/JOYW4A42IT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 En átta mínútum síðar jöfnuðu Blikar. Höskuldur átti þá hornspyrnu sem fór beint á lítið valdaðan Stefán Inga Sigurðsson sem skallaði auðveldlega í markið. "Hann ætlar að kveðja með stæl!" segir @GummiBen þegar Stefán Ingi jafnar fyrir Breiðablik. 1-1!! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/wX18lyV5GZ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Heimamönnum tókst að komast yfir áður en blásið var til hálfleiks. Ívar Orri átti þá gjörsamlega frábæra sendingu inn á teiginn þar sem Atli Hrafn Andrason var mættur og skallaði boltann glæsilega í mark Blika. Frábærlega gert hjá þeim. Það er eins og fyrsta umferðin ætlar að endurtaka sig. HK komnir aftur yfir 2-1! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/6fKfwOHR8Y— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik sem var varla byrjaður þegar Arnþór Ari Atlason skoraði þriðja mark HK eftir vandræði í vörn Breiðabliks. Hassan Jalloh vann þá boltann á miðjum vellinum og brunaði upp völlinn. Hassan reyndi að senda boltann á Arnþór en Viktor Örn Margeirsson náði að komast inn í sendinguna en boltinn fór í Alexander Helga og þaðan beint á Arnþór sem þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. HK skora aftur! Arnþór Ari að skora gegn sínum gömlu félögum og kemur HK í 3-1. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/XJIPGZ9KdE— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Blikar klóruðu í bakkann á 60. mínútu og þar var aftur að verki Stefán Ingi. Höskuldur átti þá góða sendingu inn á Gísla Eyjólfsson sem náði að taka boltann niður með mann í bakinu á sér og senda á Stefán Inga sem skoraði. Annað mark Stefáns Inga í leiknum og mark númer tíu hjá honum á þessu tímabili. Jæja.. þetta er orðið leikur aftur og að sjálfsögðu er það Stefán Ingi sem er að minka muninn fyrir Breiðablik 3-2. GAME ON! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/1ZT3Sq5tyG— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Það tók heimamenn ekki langan tíma að komast aftur tveimur mörkum yfir en aðeins tveimur mínútum síðar tókst þeim það þegar Atli Arnarson stangaði glæsilega sendingu Ívars Arnar í netið. Glæsilega gert og ekki ósvipað mark og mark númer tvö þar sem nafnar þeirra voru að verki. Það er varla búið að sleppa orðinu og þá eru HK búnir að svara fyrir sig. Ívar Örn með geggjaða fyrirgjöf þar sem Atli er réttur maður á réttum stað! 4-2 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/JyU0snCQ06— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Breiðablik reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn og fengu nokkur færi til þess. Það var hins vegar á 90. mínútu sem HK gjörsamlega gerði út um leikinn þegar varamaðurinn Brynjar Snær Pálsson skoraði fimmta mark HK. Sending Arnþórs Ara endaði þá hjá Brynjari eftir að Arnór Sveinn rann þegar hann reyndi að komast inn á milli hennar. Brynjar hafði því nægan tíma til að athafna sig og full mikinn myndu sumir segja því Anton Ari var ekki langt frá því að vera frá honum en boltinn lak inn. 5-2 sigur HK því staðreynd og Kópavogur er ekki bara rauður heldur eldrauður þetta árið. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink Af hverju vann HK? Varnarleikur liðsins var mjög góður í kvöld og sýndi liðið miklar framfarir frá síðustu leikjum. Á sama tíma nýttu HK-ingar næstum öll sín færi. Blikar fengu ágætis færi en að mínu mati var þetta ofboðslega bitlaust hjá þeim stærstan hluta leiksins ásamt því að varnarlega var liðið lélegt. Hverjir stóðu upp úr? Allt HK liðið var gjörsamlega frábært og ekki hægt að segja einhver hafi staðið öðrum framar í kvöld. Liðið fékk framlagt úr öllum áttum í kvöld, bæði varnarlega og sóknarlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Breiðabliks var gjörsamlega hræðilegur og greinilegt að liðið saknar Damirs Muminovic mikið. Það er í raun ekki hægt að undirstrika það meira hvað varnarleikur Blika var dapur í kvöld. Hvað gerist næst? Breiðablik spilar næst í umspili forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tre Penne frá San Marínó. Sigri Breiðablik Tre Penne mætir liðið annaðhvort Atletic Club d'Escaldes frá Andorra eða Buducnost frá Svartfjallalandi. HK fer á miðvikudaginn í Úlfarsárdalinn til að leika við Fram. Það má svo reikna með því að bæjarstjórnin í Kópavogi muni hefjast fljótlega við það að mála bæinn rauðan. „Tilfinningin er frábær“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Brynjar Snær Pálsson mætti kampakátur í viðtal hjá Vísi eftir glæsilegan sigur HK á nágrönnum sínum í Breiðablik nú í kvöld. „Tilfinningin er frábær. Við lögðum okkar alla fram og uppskárum þrjú stig. Við hlupum mikið og vorum alltaf líklegir sóknarlega. Í heildina var þetta mjög góð frammistaða. Um leið og við komumst á þeirra vallarhelming þá fannst við mér alltaf gera eitthvað. Á sama tíma þá vorum við þéttir í vörninni. Við náðum nýta þessa pásu vel í að hreinsa aðeins hausinn og laga það sem við höfðum gert illa í undanförnum leikjum sem er auðvitað varnarleikurinn fyrst og síðast og að mæta með liðsanda í leikina. “ Brynjar skoraði fimmta og síðasta mark HK í kvöld og gulltryggði sigurinn HK. Spurður að því hvernig það hafi verið að sjá boltann leka inn segir Brynjar að hann sé þakklátur að sjá boltann enda í netinu enda hafði hann haft ansi mikinn tíma til að athafna sig í teignum. „Ég fékk helvíti mikinn tíma í þessu færi. Það hefði verið slæmt ef boltinn hefði ekki farið inn því ég hafði svo mikinn tíma en sem betur fer fór boltinn inn og ég er þakklátur fyrir það.“ Það vakti athygli blaðamanns þegar hann fór niður að klefa HK að sjá að klefinn var gjörsamlega stútfullur af ungum krökkum sem sungu og trölluðu með leikmönnum. „Ég held að þetta hafi verið svona í einhvern tíma. Á leikjum hjá okkur eru auðvitað heill hellingur af krökkum sem mæta, það er ábyggilega meirihluti áhorfenda krakkar og það er fínt að fá þau inn í klefa eftir sigurleiki og gott fyrir þau.“ Myndir Anton Logi flýgur um háloftin.Vísir/Anton Brink Örvar Eggertsson tekur einnig á flug.Vísir/Anton Brink HK-ingar fagna á meðan svekktur Oliver Sigurjónsson gengur í átt að miðjuhringnum.Vísir/Anton Brink Gísli Eyjólfsson umkringdur.Vísir/Anton Brink Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum.Vísir/Anton Brink Hassan Jalloh á fleygiferð.Vísir/Anton Brink Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Anton Brink Atli Hrafn Andrason, Arnþór Ari Atlason og Leifur Andri fagna.Vísir/Anton Brink Besta deild karla HK Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn
HK skellti grönnum sínum í Breiðablik í leiknum sem stundum er kallaður Baráttan um Kópavog. HK sigraði afar sannfærandi 5-2 sigur í frábærum leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var snemma ljóst að Blikar myndu stýra leiknum á meðan HK myndi verjast aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Það var á 26. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar Örvar Eggertsson kom heimamönnum yfir eftir frábæra aukaspyrnu frá Ívari Erni Jónssyni. Boltinn sveif langt inn á teiginn þar sem hann hrekkur af Höskuldi Gunnlaugssyni og þaðan beint í lappirnar á Örvari sem átti ekki í miklum vandræðum með að setja boltann í netið. HK komnir yfir eftir aukaspyrnu og auðvitað er það Örvar sem skorar! HK 1 - 0 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/JOYW4A42IT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 En átta mínútum síðar jöfnuðu Blikar. Höskuldur átti þá hornspyrnu sem fór beint á lítið valdaðan Stefán Inga Sigurðsson sem skallaði auðveldlega í markið. "Hann ætlar að kveðja með stæl!" segir @GummiBen þegar Stefán Ingi jafnar fyrir Breiðablik. 1-1!! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/wX18lyV5GZ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Heimamönnum tókst að komast yfir áður en blásið var til hálfleiks. Ívar Orri átti þá gjörsamlega frábæra sendingu inn á teiginn þar sem Atli Hrafn Andrason var mættur og skallaði boltann glæsilega í mark Blika. Frábærlega gert hjá þeim. Það er eins og fyrsta umferðin ætlar að endurtaka sig. HK komnir aftur yfir 2-1! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/6fKfwOHR8Y— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik sem var varla byrjaður þegar Arnþór Ari Atlason skoraði þriðja mark HK eftir vandræði í vörn Breiðabliks. Hassan Jalloh vann þá boltann á miðjum vellinum og brunaði upp völlinn. Hassan reyndi að senda boltann á Arnþór en Viktor Örn Margeirsson náði að komast inn í sendinguna en boltinn fór í Alexander Helga og þaðan beint á Arnþór sem þrumaði boltanum í netið af stuttu færi. HK skora aftur! Arnþór Ari að skora gegn sínum gömlu félögum og kemur HK í 3-1. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/XJIPGZ9KdE— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Blikar klóruðu í bakkann á 60. mínútu og þar var aftur að verki Stefán Ingi. Höskuldur átti þá góða sendingu inn á Gísla Eyjólfsson sem náði að taka boltann niður með mann í bakinu á sér og senda á Stefán Inga sem skoraði. Annað mark Stefáns Inga í leiknum og mark númer tíu hjá honum á þessu tímabili. Jæja.. þetta er orðið leikur aftur og að sjálfsögðu er það Stefán Ingi sem er að minka muninn fyrir Breiðablik 3-2. GAME ON! #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/1ZT3Sq5tyG— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Það tók heimamenn ekki langan tíma að komast aftur tveimur mörkum yfir en aðeins tveimur mínútum síðar tókst þeim það þegar Atli Arnarson stangaði glæsilega sendingu Ívars Arnar í netið. Glæsilega gert og ekki ósvipað mark og mark númer tvö þar sem nafnar þeirra voru að verki. Það er varla búið að sleppa orðinu og þá eru HK búnir að svara fyrir sig. Ívar Örn með geggjaða fyrirgjöf þar sem Atli er réttur maður á réttum stað! 4-2 #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/JyU0snCQ06— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Breiðablik reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn og fengu nokkur færi til þess. Það var hins vegar á 90. mínútu sem HK gjörsamlega gerði út um leikinn þegar varamaðurinn Brynjar Snær Pálsson skoraði fimmta mark HK. Sending Arnþórs Ara endaði þá hjá Brynjari eftir að Arnór Sveinn rann þegar hann reyndi að komast inn á milli hennar. Brynjar hafði því nægan tíma til að athafna sig og full mikinn myndu sumir segja því Anton Ari var ekki langt frá því að vera frá honum en boltinn lak inn. 5-2 sigur HK því staðreynd og Kópavogur er ekki bara rauður heldur eldrauður þetta árið. HK fagnar einu af fimm mörkum sínum.Vísir/Anton Brink Af hverju vann HK? Varnarleikur liðsins var mjög góður í kvöld og sýndi liðið miklar framfarir frá síðustu leikjum. Á sama tíma nýttu HK-ingar næstum öll sín færi. Blikar fengu ágætis færi en að mínu mati var þetta ofboðslega bitlaust hjá þeim stærstan hluta leiksins ásamt því að varnarlega var liðið lélegt. Hverjir stóðu upp úr? Allt HK liðið var gjörsamlega frábært og ekki hægt að segja einhver hafi staðið öðrum framar í kvöld. Liðið fékk framlagt úr öllum áttum í kvöld, bæði varnarlega og sóknarlega. Hvað gekk illa? Varnarleikur Breiðabliks var gjörsamlega hræðilegur og greinilegt að liðið saknar Damirs Muminovic mikið. Það er í raun ekki hægt að undirstrika það meira hvað varnarleikur Blika var dapur í kvöld. Hvað gerist næst? Breiðablik spilar næst í umspili forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn þegar liðið mætir Tre Penne frá San Marínó. Sigri Breiðablik Tre Penne mætir liðið annaðhvort Atletic Club d'Escaldes frá Andorra eða Buducnost frá Svartfjallalandi. HK fer á miðvikudaginn í Úlfarsárdalinn til að leika við Fram. Það má svo reikna með því að bæjarstjórnin í Kópavogi muni hefjast fljótlega við það að mála bæinn rauðan. „Tilfinningin er frábær“ Veislan heldur bara áfram í kórnum og HK er að ganga frá þessum leik. Brynjar Snær gerir vel og kemur HK í 5-2. #bestadeildin #bestasætið pic.twitter.com/yIdUvfv3Rf— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 23, 2023 Brynjar Snær Pálsson mætti kampakátur í viðtal hjá Vísi eftir glæsilegan sigur HK á nágrönnum sínum í Breiðablik nú í kvöld. „Tilfinningin er frábær. Við lögðum okkar alla fram og uppskárum þrjú stig. Við hlupum mikið og vorum alltaf líklegir sóknarlega. Í heildina var þetta mjög góð frammistaða. Um leið og við komumst á þeirra vallarhelming þá fannst við mér alltaf gera eitthvað. Á sama tíma þá vorum við þéttir í vörninni. Við náðum nýta þessa pásu vel í að hreinsa aðeins hausinn og laga það sem við höfðum gert illa í undanförnum leikjum sem er auðvitað varnarleikurinn fyrst og síðast og að mæta með liðsanda í leikina. “ Brynjar skoraði fimmta og síðasta mark HK í kvöld og gulltryggði sigurinn HK. Spurður að því hvernig það hafi verið að sjá boltann leka inn segir Brynjar að hann sé þakklátur að sjá boltann enda í netinu enda hafði hann haft ansi mikinn tíma til að athafna sig í teignum. „Ég fékk helvíti mikinn tíma í þessu færi. Það hefði verið slæmt ef boltinn hefði ekki farið inn því ég hafði svo mikinn tíma en sem betur fer fór boltinn inn og ég er þakklátur fyrir það.“ Það vakti athygli blaðamanns þegar hann fór niður að klefa HK að sjá að klefinn var gjörsamlega stútfullur af ungum krökkum sem sungu og trölluðu með leikmönnum. „Ég held að þetta hafi verið svona í einhvern tíma. Á leikjum hjá okkur eru auðvitað heill hellingur af krökkum sem mæta, það er ábyggilega meirihluti áhorfenda krakkar og það er fínt að fá þau inn í klefa eftir sigurleiki og gott fyrir þau.“ Myndir Anton Logi flýgur um háloftin.Vísir/Anton Brink Örvar Eggertsson tekur einnig á flug.Vísir/Anton Brink HK-ingar fagna á meðan svekktur Oliver Sigurjónsson gengur í átt að miðjuhringnum.Vísir/Anton Brink Gísli Eyjólfsson umkringdur.Vísir/Anton Brink Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum.Vísir/Anton Brink Hassan Jalloh á fleygiferð.Vísir/Anton Brink Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Anton Brink Atli Hrafn Andrason, Arnþór Ari Atlason og Leifur Andri fagna.Vísir/Anton Brink
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti