Meirihlutinn gerir starfsmenn að blórabögglum Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 23. júní 2023 18:00 Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni komst upp að starfsmenn Reykjavíkurborgar hefðu á íbúaráðsfundi rætt sín á milli hvernig skyldi nýta sér vanþekkingu fundarmanna á reglunum til að „kæfa“ mál sem eru óþægileg fyrir meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar. Síðan þá hafa Borgarfulltrúar þessara flokka nákvæmlega ekkert sagt sem kemst nálægt því að fordæma slík vinnubrögð. Heldur hefur orðræða þeirra snúist um að þetta sé starfsmannamál sem einskorðist við þetta tiltekna starfsfólk og því sé réttast að halda áfram að kæfa alla umræðu um málið undir þeim formerkjum að hlífa þessum tveimur starfsmönnum. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru engar líkur á því að tveir einstaklingar sem ráða sig á Mannréttinda- og lýðræðissvið myndu taka upp á því að skipulega hindra lýðræðið í framkvæmd í íbúaráði, án undangenginnar hvatningar þess efnis frá öðrum yfirmönnum og samstarfsfólki. Að reyna að halda öðru fram er ekki bara fráleitt, heldur líka ljótt gagnvart starfsmönnunum sem eiga í hlut. Í stað þess að fordæma vinnustaðarmenninguna sem fyrirskipar starfsfólki að reyna að kæfa óþægileg mál ætlar meirihlutinn í borgarstjórn að firra sig allri ábyrgð og skella skuldinni alfarið á þessa tvo einstaklinga. Sem kemur ekki á óvart enda má öllum vera ljóst að þessi kúltur á uppruna sinn að rekja til þeirra stjórnmálamanna meirihlutans sem hafa síðasta áratug, trekk í trekk, sent embættismenn til að svara fyrir mál sem borgarfulltrúarnir sjálfir bera pólitíska ábyrgð á. Eftir höfðinu dansa limirnir Að gefnu tilefni þessa atviks í íbúaráðinu reyndum við sjálfstæðismenn að fá umræðu um þessa vinnustaðarmenningu á dagskrá síðasta borgarstjórnarfundar. Þá vorum við beðin um að færa umræðuna frekar á borð Borgarráðs þar sem hún færi þá fram á bak við luktar dyr því þetta væri starfsmannamál. Við lögðum til umræðurnar svo að æðsta vald borgarinnar, Borgarstjórn, gæti sameinast um að vinnubrögð af þessum toga og vinnustaðarmenningin sem þau tilheyra mætti ekki líðast. Að því gefnu að meirihlutinn tæki í sama streng ákváðum við að sýna þeim liðleika og féllumst á að færa umræðuna í Borgarráð. Síðan hafa viðbrögð meirihlutans verið allt önnur en þau að vilja tækla rót vandans. Borgarfulltrúi Pírata svo gott sem afneitaði því að það væri eitthvað vandamál til staðar í tengslum við íbúaráðin og samkvæmt nýjustu fréttum var gengið svo langt í Borgarráði að ritskoða bókanir minnihlutans við umræðuna og reyna banna þær. Ég veit ekki hvað öskrar meira að þöggunarmenning ríki frá toppi til táar Reykjavíkurborgar en einmitt þessi viðbrögð. Því kemur ekki á óvart að þau skuli kasta þessum tveimur starfsmönnum algjörlega undir lestina frekar en að gangast við því að ekki sé allt með felldu. Sorglegar afleiðingar þöggunarmenningar Undanfarin ár hef ég sjálf og kollegar mínir fengið alls konar ábendingar frá fólki innan kerfisins um að það sé eins konar óskrifuð regla að reyna smætta eða ýta til hliðar málum sem kunna vera óþægileg fyrir meirihlutann. Góð kvörtun1 er gulls ígildi en það sorglega við þessi vinnubrögð er að í stað þess að nýta þessi mál til að knýja fram nauðsynlegar breytingar í þágu framfara og betri árangurs í hverjum málaflokki fyrir sig, þá eru þessi mál kæfð í þágu þess að halda ástandinu óbreyttu. Afleiðingin er stöðnun og glötuð tækifæri. Því hef ég í huga að gera að tillögu minni að þetta atvik og aðdragandi þess sé sendur til nánari skoðunar Innri endurskoðanda borgarinnar í þeirri viðleitni að bæta úr þessu. Vilji borgarfulltrúar meirihlutans raunverulega styðja við starfsfólkið sem á í hlut gangast þeir við að þessi vinnubrögð séu afsprengi stærri vanda innan borgarinnar. Allt annað gagnast einungis þeim stjórnmálamönnum sem sjá hag sinn í því að drepa málum á dreif.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun