Íslenski boltinn

Allir úti­leik­menn Breiða­bliks upp­aldir hjá fé­laginu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fjórir af þessum fimm uppöldu Blikum eru í byrjunarliðinu gegn HK. Aðeins Oliver Sigurjónsson er á bekknum.
Fjórir af þessum fimm uppöldu Blikum eru í byrjunarliðinu gegn HK. Aðeins Oliver Sigurjónsson er á bekknum.

Byrjunarlið Breiðabliks þegar liðið heimsótti HK í Kórinn í Bestu deild karla í knattspyrnu vakti mikla athygli. Allir útileikmenn liðsins eru uppaldir hjá félaginu.

Hvort um einsdæmi sé að ræða í efstu deild karla á þessari öld eður ei fæli í sér rannsóknarvinnu sem tæki lengri tíma heldur en hefðbundin háskólagráða. Að því sögðu er nokkuð magnað að sjá lið stilla upp liði sem inniheldur 10 uppalda leikmenn.

Í beinni: HK - Breiðablik | Síðast höfðu nýliðarnir betur í spennutrylli

Mosfellingurinn Anton Ari Einarsson stendur á milli stanganna. Þar fyrir framan eru Kópavogsbúarnir: 

  • Höskuldur Gunnlaugsson
  • Arnór Sveinn Aðalsteinsson
  • Alexander Helgi Sigurðarson
  • Viktor Karl Einarsson
  • Kristinn Steindórsson
  • Gísli Eyjólfsson
  • Anton Logi Lúðvíksson
  • Viktor Örn Margeirsson
  • Stefán Ingi Sigurðarson
  • Andri Rafn Yeoman.

Leikur HK og Breiðabliks er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þegar þessi frétt er skrifuð er hálfleikur og staðan 2-1 HK í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×