„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 11:00 Stjarnan hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna. „Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira